Átök í Úkraínu tefja rannsókn á flugi MH17 Snærós Sindradóttir skrifar 28. júlí 2014 06:00 Þessir hollensku lögreglumenn voru staddir í Dónetsk-borg í austurhluta Úkraínu á sunnudag. Vegna átaka geta þeir ekki hafið rannsókn á hrapi MH17. Mynd/AP Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands. MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Rannsókn á orsökum þess að malasíska flugvélin í flugi MH17 brotlenti í austurhluta Úkraínu hefur enn ekki hafist að fullu. Ellefu dagar eru síðan flugvélin hrapaði. Óvopnuð alþjóðleg lögreglusveit, meðal annars frá Ástralíu, hugðist hefja rannsókn á vettvangi á sunnudag en þurfti frá að hverfa vegna átaka á svæðinu. Átökin standa enn sem áður á milli aðskilnaðarsinna sem eru hallir undir Rússa annars vegar og úkraínska hersins hins vegar. Malasíska farþegaþotan var skotin niður fimmtudaginn 17. júlí síðastliðinn með flugskeyti frá jörðu niðri. Talið er að flugskeytið hafi borist frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Allir 298 sem voru um borð létust. Sönnunargögn úr flaki vélarinnar liggja undir skemmdum vegna umgangs um svæðið. Rótað hefur verið í brakinu í leit að munum og enn á eftir að fjarlægja allar líkamsleifar af svæðinu. Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu, segir að öruggasta leiðin til að hefja rannsókn á svæðinu sé með óvopnuðu liði lögreglumanna. „Þetta er áhættusöm aðgerð. Það leikur enginn vafi á því,“ sagði Abbot. Um það bil 170 ástralskir lögreglumenn bíða nú í Úkraínu eftir því að hefja rannsóknina. Fyrstu skref þeirra verða að ganga frá þeim líkamsleifum sem eftir eru á svæðinu. Alls hafa 227 kistur með líkamsleifum verið fluttar til Hollands.
MH17 Tengdar fréttir Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53 Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35 Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Fleiri fréttir Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Segja vopnahléið aftur í gildi eftir miklar árásir Sjá meira
Stefnt að því að ljúka líkflutningum til Hollands fyrir helgi Herflugvélar flytja 74 kistur með líkamsleifum Malaysian flugvélarinnar til Hollands í dag. Ekki víst að hægt verði að bera kennsl á alla sem voru um borð. Rannsókn hafin á flugritum. 24. júlí 2014 13:53
Uppreisnarmenn þverneita að hafa skotið vélina niður Leiðtogi uppreisnarmanna í Úkraínu segir að hann og hans menn hafi ekki yfir að ráða Buk-eldflaugum, en talið er að skotfæri af þeirri tegundinni hafi grandað flugvél Malasíska flugfélagsins, með flugnúmeri MH17. 24. júlí 2014 08:35
Óvíst hvort kennsl verði borin á alla Stefnt að því að lokið verði við að flytja allar líkamsleifar þeirra sem voru um borð í Malaysian flugvélinni verði allar komnar til Hollands á laugardag. 24. júlí 2014 20:12