Stór hluti beikons á Íslandi úr innfluttum svínasíðum Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2014 07:00 tæplega 450 tonn af svínakjöti var flutt inn til landsins í fyrra. Á árinu 2013 voru flutt inn til landsins um 440 tonn af svínakjöti. Megnið af þeim innflutningi, eða um 300 tonn, er svínasíður sem fara í beikonframleiðslu. Innlend framleiðsla á svínakjöti annar ekki eftirspurn landsmanna eftir þessum hluta svínakjötsframleiðslunnar. Nú er svo komið að stór hluti þess beikons sem er á boðstólum í íslenskum matvöruverslunum er innfluttur. Varan er flutt inn frosin til Íslands, söltuð reykt, skorin og pökkuð í neytendaumbúðir fyrir innlendan markað. Ekki merkja allir framleiðendur neytendaumbúðirnar með nafni upprunalandsins. Vörumerkið Búrfell, sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands upprunamerkir ekki það beikon sem þeir selja. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 77.000 dýrum á Íslandi. Heildarframleiðslan samkvæmt vef Hagstofunnar var 6.400 tonn, eða um 82 kílóa meðalþyngd á skrokknum. Neysla Íslendinga á beikoni hefur margfaldast síðustu ár. Einkum vegna svonefndra kolvetnakúra þar sem menn áttu að sneiða hjá kolvetnum og éta í staðinn fitu og prótín. Þótt neyslan upp á síðkastið hafi farið örlítið niður er ennþá gríðarleg umframeftirspurn eftir beikoni. Því hefur innflutningurinn verið gríðarlega mikill.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2, um innflutning á hráu kjöti sem myndi leiða til heilsuleysis, hafa vakið sterk viðbrögð. Hafa margir bent á að nú þegar flytjum við inn afar mikið af kjöti árlega til að anna eftirspurn landsmanna.Vísir/GVA„Framleiðsla íslensks landbúnaðar annar ekki eftirspurn eftir beikoni á landinu. Við þyrftum að fjölga slátruðum svínum um fimmtíu þúsund gripi árlega til að anna eftirspurn eftir beikoni. En þá kemur auðvitað upp það vandamál að þá yrði allt of mikið til af öðrum hlutum svínsins,“ segir Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, sem rekur Ali kjötvinnslu. „Við reynum allt hvað við getum hjá okkur til að nota einungis innlendar afurðir, en það er bara ekki hægt hvað þetta varðar. Það eru allir að kaupa erlent svínakjöt til að anna eftirspurninni. Það er ekki hægt að fá nægjanlega mikið af innlendu svínakjöti,“ segir Sveinn. Innflutningur á erlendu nautakjöti er einnig mikill. Rúmlega 250 tonn af nautakjöti voru flutt inn til landsins í fyrra og rúmlega 700 tonn af kjúklingakjöti. Þó þetta sé innan við tíu prósent af heildarframleiðslu þessara dýra hér á landi er verið að anna eftirspurn á ákveðnum hlutum dýrsins. Um 75 tonn af nautalundum voru til að mynda flutt inn til landins í fyrra. Tengdar fréttir Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Á árinu 2013 voru flutt inn til landsins um 440 tonn af svínakjöti. Megnið af þeim innflutningi, eða um 300 tonn, er svínasíður sem fara í beikonframleiðslu. Innlend framleiðsla á svínakjöti annar ekki eftirspurn landsmanna eftir þessum hluta svínakjötsframleiðslunnar. Nú er svo komið að stór hluti þess beikons sem er á boðstólum í íslenskum matvöruverslunum er innfluttur. Varan er flutt inn frosin til Íslands, söltuð reykt, skorin og pökkuð í neytendaumbúðir fyrir innlendan markað. Ekki merkja allir framleiðendur neytendaumbúðirnar með nafni upprunalandsins. Vörumerkið Búrfell, sem er í eigu Sláturfélags Suðurlands upprunamerkir ekki það beikon sem þeir selja. Á síðasta ári var slátrað rúmlega 77.000 dýrum á Íslandi. Heildarframleiðslan samkvæmt vef Hagstofunnar var 6.400 tonn, eða um 82 kílóa meðalþyngd á skrokknum. Neysla Íslendinga á beikoni hefur margfaldast síðustu ár. Einkum vegna svonefndra kolvetnakúra þar sem menn áttu að sneiða hjá kolvetnum og éta í staðinn fitu og prótín. Þótt neyslan upp á síðkastið hafi farið örlítið niður er ennþá gríðarleg umframeftirspurn eftir beikoni. Því hefur innflutningurinn verið gríðarlega mikill.Ummæli Sigrúnar Magnúsdóttur, formanns þingflokks Framsóknarflokksins, í kvöldfréttum Stöðvar 2, um innflutning á hráu kjöti sem myndi leiða til heilsuleysis, hafa vakið sterk viðbrögð. Hafa margir bent á að nú þegar flytjum við inn afar mikið af kjöti árlega til að anna eftirspurn landsmanna.Vísir/GVA„Framleiðsla íslensks landbúnaðar annar ekki eftirspurn eftir beikoni á landinu. Við þyrftum að fjölga slátruðum svínum um fimmtíu þúsund gripi árlega til að anna eftirspurn eftir beikoni. En þá kemur auðvitað upp það vandamál að þá yrði allt of mikið til af öðrum hlutum svínsins,“ segir Sveinn Vilberg Jónsson, framkvæmdastjóri Matfugls, sem rekur Ali kjötvinnslu. „Við reynum allt hvað við getum hjá okkur til að nota einungis innlendar afurðir, en það er bara ekki hægt hvað þetta varðar. Það eru allir að kaupa erlent svínakjöt til að anna eftirspurninni. Það er ekki hægt að fá nægjanlega mikið af innlendu svínakjöti,“ segir Sveinn. Innflutningur á erlendu nautakjöti er einnig mikill. Rúmlega 250 tonn af nautakjöti voru flutt inn til landsins í fyrra og rúmlega 700 tonn af kjúklingakjöti. Þó þetta sé innan við tíu prósent af heildarframleiðslu þessara dýra hér á landi er verið að anna eftirspurn á ákveðnum hlutum dýrsins. Um 75 tonn af nautalundum voru til að mynda flutt inn til landins í fyrra.
Tengdar fréttir Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05 Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19 Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55 Mest lesið Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Viðskipti innlent Kemur til móts við bílaframleiðendur vegna tolla Viðskipti erlent Ráðinn forstjóri Arctic Fish Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Viðskipti innlent Gervigreindin: Stjórnendur framtíðarinnar verði þjálfarar Atvinnulíf Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Amazon í samkeppni við SpaceX í geimnum Viðskipti erlent Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Viðskipti innlent Fleiri fréttir Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Sjá meira
Bjarni vill bæta umhverfi verslunar með auknu frelsi í vöruframboði Fjármála- og efnahagsráðherra er hlynntur því að bæta umhverfi smásöluverslana í landinu og auka frelsi í vöruframboði þeirra. Hann segir að slíkar breytingar verði alltaf gerðar með almennum hætti en ekki aðeins til að greiða götu bandaríska fyrirtækisins Costco hér á landi. 4. júlí 2014 19:05
Þingmaður Framsóknar segir Costco leiða til heilsuleysis Sigrún Magnúsdóttir spyr hvort íslenskir neytendur vilji spara nokkrar krónur gegn heilsuleysi síðar á ævinni 3. júlí 2014 20:19
Forstjóri Haga furðar sig á ummælum Sigrúnar Finnur Árnason segir viðhorf Sigrúnar Magnúsdóttur lýsa fornfálegum viðhorfum. 4. júlí 2014 09:55