Velferð barna og ungmenna í Garðabæ Jóna Sæmundsdóttir skrifar 30. maí 2014 07:00 Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Sæmundsdóttir Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Rannsóknir á högum og líðan barna og ungmenna í Garðabæ undanfarin ár sýna að þeim líður almennt vel. Mjög margir taka þátt í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi sem hefur mikið forvarnargildi og hefur góð áhrif á þroska þeirra og félagsfærni. Því er mikilvægt að tryggja framboð á öflugu tómstundastarfi fyrir öll börn og ungmenni. Öflugt forvarnarstarf er unnið í Garðabæ þar sem allir sem starfa með börnum og unglingum vinna saman að því markmiði að koma í veg fyrir einelti. Nýlegar rannsóknir sýna að góður árangur er af þessu starfi sem hefur leitt til þess að tíðni eineltis er lág í Garðabæ miðað við önnur sveitarfélög. Það er aldrei ásættanlegt að einhver verði fyrir einelti. Verkefnið „Gegn einelti í Garðabæ“ er samstarfsverkefni grunnskóla Garðabæjar. Markmið verkefnisins er að koma á samræmdum vinnubrögðum til að fyrirbyggja og að bregðast við einelti, bæta líðan og öryggi nemenda og skólabraginn í heild. Þessi hópur er að vinna gott starf og fylgir eftir þeim málum sem koma upp hverju sinni, því mikilvægt er að grípa strax inn í þegar eineltismál koma upp. Nauðsynlegt er að vera alltaf á verði og fylgjast með breytingum í umhverfi barna og ungmenna. Starfsfólk skóla og þeir sem sinna íþrótta- og tómstundastarfi eiga alltaf að fylgjast með því hvort einelti eða önnur vanlíðan sé í gangi og bregðast við því.Einelti og netið Einelti hefur því miður fylgt mannfólkinu frá ómuna tíð bæði hjá börnum og fullorðnum og ættum við þess vegna að vera búin að læra af reynslunni. En eineltið er í auknum mæli að færast yfir á netið, þannig að það er líka komið inn á heimilin þar sem áður var griðastaður. Í dag þrífst langmesta eineltið á netinu. Samfélagsmiðlar, skyndiskilaboð og spjallsvæði eru notuð til að gera lítið úr öðrum, og einnig snjallsímar. Undanfarin ár hefur forvarnarnefnd Garðabæjar verið í samstarfi við SAFT (samfélag, fjölskylda og tækni) við að leiðbeina og kynna fyrir nemendum, kennurum og foreldrum örugga netnotkun og góða netsiði. Netið er auðlind sem sjálfsagt er að nýta sér en nauðsynlegt er að setja „útivistarreglur“ á netinu fyrir börnin. Samstaða og samvinna foreldra er mikilvæg þarna eins og í mörgu öðru. Þrettán ára aldurstakmark á Facebook er ekki sett að ástæðulausu, það er vegna þess að börnin hafa ekki þroska til að vera á þessum samfélagsmiðli fyrr en þá. Foreldrar verða að fylgjast með því hvað fer fram í netheimum barna sinna. Og það er alveg öruggt að foreldrar almennt eru langt á eftir þegar kemur að öllu sem hægt er að gera á netinu.Fyrirmyndir Einelti á netinu er ekki síður vandamál meðal fullorðins fólks þar sem virðingarleysið og mannfyrirlitningin blómstrar. Það virðist vera auðveldara að klekkja á öðrum þegar ekki þarf að horfast í augu við viðkomandi. Er ekki líklegt að börnin læri þetta líka af þeim fullorðnu? Við verðum alltaf að vera á verði og vakandi gagnvart einelti en það er ekki eingöngu mál skóla og íþrótta- og tómstundaaðila að koma í veg fyrir það heldur þurfa foreldrar og forráðamenn að vera vakandi og kynna sér vel þennan miðil til að geta leiðbeint börnum sínum um netnotkun og verið börnum sínum góð fyrirmynd. Að lokum má geta þess að í Garðabæ hefur verið stofnaður samráðshópur þvert á skóla-, íþrótta- og tómstundasamfélagið með helstu hagsmunaaðilum, heitið á verkefninu er „Jafnrétti, kynheilbrigði og velferð á öllum skólastigum í Garðabæ“. Verkefnið er meðal mikilvægustu verkefna sem unnið er að í samfélaginu og gott til þess að vita að í nærsamfélaginu ætli allir að leggjast á eitt til þess að fyrirbyggja ofbeldi gegn börnum og vinna að kynheilbrigði og jafnrétti á öllum skólastigum.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun