Áhersla á fjölbreytt húsnæði Freyr Bjarnason skrifar 15. maí 2014 11:15 Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi Samfylkingarinnar í gær. Fréttablaðið/Pjetur Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Sjá meira
Uppbygging fjölbreytts húsnæðis er eitt af hinum stóru stefnumálum Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar 31. maí. Á næstu þremur til fimm árum verður leigu- og búsetaíbúðum í Reykjavík fjölgað um 2.500 til 3.000. Flokkurinn hefur kallað eftir því að lagaumhverfi búsetusamvinnufélaga verði bætt og að íbúðareigendur eigi auðveldara með að leigja út frá sér. „Þessar breytingar áttu að liggja fyrir um síðustu áramót en komu fram í síðustu viku. Frumvörpin náðu ekki inn á þing. Svona hlutir skipta máli þegar verið er að fjárfesta til áratuga. Ég hefði viljað sjá þá hluti ganga hraðar,“ sagði Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi á fundi í gær þar sem stefnumálin voru kynnt. Ekki hafa fengist svör frá ESA, eftirlitsstofnun EFTA-ríkjanna, varðandi hvort huga þurfi að samkeppnislögum vegna þessara breytinga. „Við höfum kynnt okkur hvernig þessir hlutir eru gerðir í Finnlandi og á hinum Norðurlöndunum. Það hlýtur að gilda sama regluverkið þar en við verðum að gæta formsins og bíða eftir formlegum svörum.“ Á síðasta ári sagði Dagur að gert væri ráð fyrir því að borgin legði til allt að tíunda part framkvæmdakostnaðar við nýjan húsnæðiskost. „Við erum tilbúin að skoða það að leggja inn lóðir og jafnvel eitthvað fleira ef það verður til þess að lækka leiguverð. Það mun þá byggja á langtíma fjármögnunarsamningum um leiguhúsnæði,“ segir Dagur og telur að prósentan gæti orðið hærri en tíu prósent. „Þar skiptir máli hvað ríkið ætlar að koma inn með í húsaleigubætur og hvort stjórnin ætlar að fallast á tillögur ASÍ um að fara dönsku leiðina sem rímar vel við þær hugmyndir sem borgin hefur verið að setja fram.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Fleiri fréttir Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Sjá meira