Að velja bestu leiðina Þórarinn Eyfjörð skrifar 14. febrúar 2014 06:00 Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Í mörg ár og áratugi hefur þjóðin vonað að Ísland yrði ferðamannaparadís. Hingað til lands myndu útlendingar streyma og bera með sér gull til hagsbóta fyrir fámenna þjóð við ysta haf. Hugmyndin um öfluga ferðaþjónustu og traustan ferðamannaiðnað hefur alltaf verið góðra gjalda verð. Íslendingar vita að land þeirra býr yfir einstökum töfrum, stórkostlegri náttúru og fegurð óbyggða sem á sér fáa samnefnara. Fallega staði má finna víða en sérstaða Íslands og aðdráttarafl er fjölbreytileikinn, ósnert víðerni og náttúrukraftar. Það er mál margra að nú sé Ísland orðið uppselt. Landið þoli illa fleiri ferðamenn og 7-800 þúsund gestir á ári sé hæfilegur fjöldi. Landsvæði og náttúruperlur hafa látið á sjá og sumir vinsælir ferðamannastaðir eru komnir að efstu þolmörkum, enda upplifa ferðamenn allt of mikið fjölmenni á einstaka stöðum. Troðning og kraðak. Náttúruperlur og vinsælir ferðamannastaðir kalla nú á viðhald, sérstaka umhyggju og lagfæringar. Til þess þarf fjármagn. Það fé á núna að koma frá þeim sem nota og njóta. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra hefur unnið að tillögum um fjármögnunarleiðir um skeið. Þar hefur ráðherra verið fastur í hugmynd um náttúrupassa. Þann 15. nóvember síðastliðinn brást hún við harðri gagnrýni á náttúrupassann, sem kom fram á Umhverfisþingi síðastliðið haust. Sagði hún í viðtali við RÚV að gagnrýni á náttúrupassann væri ekki tímabær þar sem ekki væri búið að útfæra framkvæmdina. Versta mögulega leiðin Fyrir síðustu helgi fullyrti hún í viðtali að náttúrupassinn yrði tekinn upp á þessu ári þó gjaldtaka hæfist ekki fyrr en síðar. Þá hlýtur náttúrupassinn að verða orðinn útfærður og gagnrýni tímabær. Hugmyndin um náttúrupassa til að fjármagna eðlileg og nauðsynleg verkefni til viðhalds og verndar náttúru Íslands er versta mögulega leiðin sem í boði er. Sjálfsmynd íslensku þjóðarinnar er mótuð af ríkri tilfinningu fyrir sameigninni á hálendi Íslands. Óspilltri náttúru og öræfum sem búa yfir fágætri fegurð. Náttúruperlum og ómengaðri jökla- og fjallasýn sem er óviðjafnanleg. Þessa sameign okkar og tilfinningu þjóðarinnar gagnvart henni verður að vernda sama hvað það kostar. Þetta hefur almenningur og forystufólk vitað um aldir og tryggt aðgengi þjóðarinnar með ríkum og heilögum almannarétti til umgengni við landið. Það er í hrópandi mótsögn við grunnhugmyndina um almannarétt, og raunar hreint glapræði, ef íslenskar fjölskyldur eiga að greiða beint fyrir náttúrupassa til að fá að ferðast um hálendið og náttúruperlur með börn sín. Þetta er landið sem börnin okkar eiga að erfa og njóta og hugmyndin um náttúrupassa ræðst gegn tengslum þjóðarinnar við landið og náttúruna. Fyrir nú utan það hversu fráleit framkvæmdin við náttúrupassa yrði. Flókin og götótt. Það liggur fyrir einföld og skilvirk hugmynd að leið sem auðvelt yrði að útfæra og myndi skila sér margfalt betur. Það er leið komu- eða brottfarargjalds á alla ferðamenn til eða frá landinu. Einfalt og árangursríkt. Tryggja þyrfti þó að allir sem gjaldið greiddu myndu aðeins greiða það einu sinni á ári, þannig að þeir sem ferðuðust oftar myndu ekki greiða gjaldið oftar innan ársins. Hvernig væri nú að ganga fram með góðu fordæmi og velja bestu leiðina sem í boði er?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun