Franska arfleifðin færir Fáskrúðsfirði ferðamenn Kristján Már Unnarsson skrifar 10. nóvember 2014 19:45 Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson. Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Endurreisn franska spítalans á Fáskrúðsfirði og safnið um frönsku sjómennina hafa hleypt lífi í ferðaþjónustu í bænum og er nú byrjað að stækka hótelið í spítalanum, aðeins hálfu ári eftir að það tók til starfa. Í hugum landsmanna er Fáskrúðsfjörður franski bærinn á Íslandi. Þar var enda ein helsta miðstöð franskra skútusjómanna á Austfjörðum á síðari hluta nítjándu aldar og fram á þá tuttugustu. Þar þróaðist mállýska sem kölluð var Fáskrúðsfjarðarfranska sem Íslendingar og Frakkar notuðu í samskiptum sín á milli. Víða í bænum er minnt á franska tímann, götuheitin til dæmis einnig skrifuð upp á frönsku. Endurbygging franska spítalans á vegum Minjaverndar markar þáttaskil en í húsinu var opnað 26 herbergja hótel í vor í nafni Fosshótela en einnig safn um frönsku sjómennina og spítalann. Berglind Ósk Agnarsdóttir staðarleiðsögumaður segir að með þessu vilji menn heiðra sögu Frakka.Berglind Ósk Agnarsdóttir, staðarleiðsögumaður á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Sjómennirnir komu frá Bretagne-skaga og þar er enn haldin Íslendingahátíð á hverju ári. Þannig segir Berglind magnað að upplifa hvað þessi saga sé einnig kær Frökkum. Fáskrúðsfirðingar fundu það í sumar að uppbyggingin trekkti að ferðamenn. Franskir ferðamenn kaupa sér ferð í Frakklandi og koma með rútu í Norrænu, að sögn Berglindar. Þorsteinn Bjarnason byggingarmeistari er að reisa nýtt þriggja hæða hús í gömlum stíl fyrir Minjavernd við hlið franska spítalans til að fjölga gistiherbergjum um 21. Fleiri herbergi vantar til að geta tekið á móti hópum. Páll Björgvin Guðmundsson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, segir að 8.000 þúsund manns hafi heimsótt safnið frá því það var opnað snemma sumars. Það segi allt um það hvað þetta dragi til sín. „Þetta var mikil breyting í sumar. Hér var bara allt fullt af ferðafólki sem ekki hefur verið áður,“ sagði Þorsteinn. Fjallað verður um Fáskrúðsfjörð í þættinum „Um land allt“ á Stöð 2 annaðkvöld, þriðjudagskvöld.Þorsteinn Bjarnason, byggingameistari á Fáskrúðsfirði.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.
Ferðamennska á Íslandi Fjarðabyggð Um land allt Tengdar fréttir Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45 Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00 Mest lesið Ætlar að endurreisa Niceair Viðskipti innlent Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Viðskipti innlent Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Viðskipti innlent „Gæðastimpill sem einfaldlega virkar” Framúrskarandi fyrirtæki „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Viðskipti innlent Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu Viðskipti innlent Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Sjá meira
Fáskrúðsfirðingar ætla að selja norðurljósin Grunnurinn verða norðurljósamyndir tveggja kvenna, sem birst hafa víða um heim. 8. nóvember 2014 19:45
Síldin einstaklega góð sem veiðist nú við Snæfellsnes Ráðamenn Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði segja að síldin sem nú veiðist út af Snæfellsnesi sé einstaklega góð, - þeir hafa ekki séð svo gott hráefni í nokkur ár til að verka í saltsíld. 30. október 2014 19:00