Réttur til menntunar Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar 5. september 2014 11:30 Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða. Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorvaldur Davíð Kristjánsson Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af mikilvægari verkefnum stjórnvalda er að tryggja það að Íslendingar geti sótt sér menntun. Um það ríkir almenn sátt í þjóðfélaginu að Jón á ekki meira tilkall til menntunar en Gunni af þeirri ástæðu að foreldrar Jóns eru efnameiri en foreldrar Gunna. Við eigum að búa í samfélagi þar sem allir geta menntað sig burt séð frá efnahagslegri stöðu einstaklingsins sjálfs eða foreldra hans. Menntun á háskólastigi er mikilvæg og þurfa margir námsmenn að sækja sér menntun út fyrir landsteinana. Sumir stunda nám erlendis af því að þeim stendur ekki til boða það sérfræðinám sem þeim hugnast hér á Íslandi, aðrir fara út til að takast á við þá áskorun að nema við þekkta og mikilsvirta háskóla og mynda þannig tengsl við góða leiðbeinendur og samnemendur. Enn aðrir mennta sig í útlöndum til að víkka sjóndeildarhringinn í öðru landi og læra jafnvel nýtt tungumál í leiðinni. Við eigum að styðja við bakið á ungu íslensku fólki sem vill mennta sig í útlöndum því það er ekki bara gott fyrir menntastigið í landinu heldur hefur það einnig jákvæð áhrif á efnahagslífið í heild sinni að fá inn ungt fólk á markaðinn til að þróa og þroska atvinnulífið. Við græðum öll á því þegar þekking fólksins í landinu dýpkar og breikkar. Stöndum því ekki í vegi fyrir að fjölga námsmönnum erlendis heldur styðjum við bakið á þeim og hvetjum þá til að snúa heim og láta gott af sér leiða. Geta ráðið úrslitum Tilgangur SÍNE hefur frá stofnun verið sá að standa vörð um réttindi og lánakjör íslenskra námsmanna í útlöndum og þá meðal annars í gegnum fulltrúa SÍNE í stjórn LÍN. Staðan er þó sú að í stjórn LÍN sitja átta fulltrúar. Fjórir af þeim eru skipaðir af stjórnvöldum en námsmannahreyfingarnar eiga fjóra fulltrúa og þar af á SÍNE einn af þeim og reyna þær að berjast eftir fremsta megni fyrir réttindum sinna félagsmanna. Til að ákvörðun stjórnarfundar teljist gild þarf hún stuðning meirihluta stjórnarmanna. Verði atkvæði jöfn við afgreiðslu mála í stjórn sjóðsins sker atkvæði formanns úr. Fulltrúar stjórnvalda fara því með meirihluta atkvæða í stjórninni og geta þar af leiðandi ráðið úrslitum í öllum ákvörðunum sem stjórn LÍN tekur. Síðastliðið vor tók meirihluti stjórnar LÍN ákvörðun um það að skera flatt niður grunnframfærslu til námsmanna erlendis um 10%. Þessi skjóti niðurskurður kom sér afar illa fyrir marga námsmenn erlendis og fékk SÍNE fjöldann allan af erindum og fyrirspurnum frá námsmönnum sem lýstu yfir furðu sinni vegna þessarar ákvörðunar og þá sérstaklega hversu skyndilega hún kom til og þá án allra viðvarana. Undirritaður vonast til þess að þessi niðurskurður boði ekki ófögur fyrirheit þegar kemur að grunnframfærslu námsmanna erlendis almennt. Það er nógu erfitt að stíga skrefið og halda einn síns liðs út í óvissuna og nema í fjarlægu landi. Við skulum ekki letja fólk til náms heldur hvetja það!
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson Skoðun