Deilan hættuleg heimsfriði Atli Ísleifsson skrifar 18. júlí 2014 12:06 Eiríkur Bergmann segir atburðinn í Austur-Úkraínu setja mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa síðustu missera. Vísir/AFP Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“ MH17 Úkraína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira
Eiríkur Bergmann Einarsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst, segir atburði gærdagsins í austurhluta Úkraínu varpa mjög skæru og skelfilegu ljósi á tengsl uppreisnarmanna á þessum slóðum og rússneska hersins. Segir hann að eftir að upptökur af samtölum milli þessara aðila, sem birst hafi í fjölmiðlum, geti Vladimír Pútín Rússlandsforseti ekki lengur afneitað þessum uppreisnarmönnum í austurhluta Úkraínu. Eiríkur segir í samtali við Vísi að ekkert sé vitað um það á þessari stundu hvaða áhrif atburðurinn muni hafa á samskipti Rússa og Vesturlanda. „Pútín hefur augljóslega verið að kynda undir ófriðarbálinu á þessum slóðum og ber því að einhverju leyti ábyrgð á þessari hernaðaraðgerð, þó svo að hún hafi grundvallast á misskilningi. Þetta setur alveg örugglega mjög aukna pressu á að Vesturlönd bregðist við útþenslu- og hernaðartilburðum Rússa undanfarinna mánaða og missera.“ Að sögn Eiríks kann „sú deila sem var farin af stað milli Rússa og Vesturlanda – einhvers konar endurlífgun kalda stríðsins – að stigmagnast verulega við þessa atburði. Við höfum að sjálfsögðu enga hugmynd um það hvernig þetta mun spilast út. Það fer alfarið eftir viðbrögðum Vesturlanda og Pútíns. Það er í sjálfu sér ekkert sem gefur til kynna núna að Pútín ætli sér að draga úr þessari deilu.“ Eiríkur telur að stjórnvöld á Vesturlöndum muni auka stuðning sinn við stjórnvöld í Úkraínu vegna þessa atburðar. Línan verði skarpari. „Það er líka annað sem getur gerst. Almenningur í Rússlandi, sem hefur stutt þessa tilburði Pútíns varðandi innlimun Krím og að einhverju leyti uppreisnin í austurhluta Úkraínu, mun eiga mjög erfitt með að styðja svona verknað. Því gæti myndast þrýstingur heima fyrir um að Pútín láti af þessum tilburðum sínum.“ Eiríkur segir málið vera flókið og í rauninni margflókið. „Við áttum okkur ekki á því núna hvernig þetta mun á endanum spilast ut. Þetta er þó klárlega mál sem mun setja aukinn þrýsting á á stjórnvöld og hætta er á að deilan stigmagnist sem væri mjög hættulegt fyrir heimsfrið.“
MH17 Úkraína Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent Fleiri fréttir Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Lýsir yfir einhliða vopnahléi vegna sigurhátíðar í næstu viku Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Páfakjör hefst í næstu viku Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Sjá meira