Skrifað undir meirihlutasamstarf á Akureyri Sveinn Arnarsson skrifar 10. júní 2014 15:15 Frá undirrituninni í Hofi í dag. Vísir/Sveinn Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa. Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Skrifað var undir samstarfssamning Samfylkingar, Framsóknarflokks og L-lista í menningarhúsinu Hofi nú klukkan þrjú, um meirihlutasamstarf í bæjarstjórn Akureyrar á næsta kjörtímabili. Skrifuðu allir bæjarfulltrúar nýs meirihluta undir samkomulagið. Hver þessara flokka fékk tvo menn kjörna í bæjarstjórn að loknum kosningunum í lok maí. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans verður nýr forseti bæjarstjórnar Akureyrar og Guðmundur Baldvin Guðmundsson, Framsóknarflokki, verður formaður Bæjarráðs. Logi Már Einarsson, þriðji oddvitinn í nýjum meirihluta, verður formaður Akureyrarstofu. Í samkomulaginu kemur fram að bæjarstjórinn á Akureyri, Eiríkur Björn Björgvinsson, verður endurráðinn af nýjum meirihluta. L-listinn réð hann til starfa fyrir fjórum árum þegar framboðið fékk hreinan meirihluta í kosningunum 2010.Einnig ætlar nýr meirihluti að leggja áherslu á félagslegt réttlæti og að allir njóti mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýr meirihluti vill leggja áherslu á langtíma áætlunargerð um örugga og ábyrga fjármálastjórn og forgangsröðun verkefna. Hann vill auka fjölbreytni atvinnulífsins og beita sér fyrir frekar samvinnu skóla og atvinnulífs. Einnig vill hann auka tækifæri starfsmanna bæjarins til starfsþróunar og endurmenntunar. Í samstarfssamninginum er talin þörf á að auka fjármagn til uppbyggingar skóla og velferðarmála og við gerð fjárhagsáætlana verði miðað að því að styrkja þessa þætti rekstursins ásamt því að jafna stöðu bæjarbúa.
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Norðurland eystra Tengdar fréttir Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52 Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37 Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20 Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Sjá meira
Oddviti L-listans á Akureyri ósáttur með þrjá menn kjörna. Matthías Rögnvaldsson, oddviti L-listans á Akureyri, var ekki kátur með fyrstu tölur þegar Vísir náði tali af honum í kvöld. 31. maí 2014 22:52
Meirihlutaviðræður hafnar á Akureyri Tíðindi frá Akureyri: Samfylkingin, L-listinn og Framsókn munu hittast á morgun til að hefja meirihlutaviðræður. 1. júní 2014 00:37
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri Lokatölur á Akureyri: Samfylking, L-listi og Framsókn ætla sér að ræða saman og mynda meirihluta. 31. maí 2014 22:20
Meirihlutaviðræður á Akureyri: Hafa hist í tvígang í dag Oddvitar L-lista fólksins, Samfylkingar og Framsóknar hafa hist í tvígang í dag á Akureyri í viðræðum flokkanna um myndun nýs meirihluta í bænum. Næstu menn á lista flokkanna hafa bæst við meirihlutaviðræðurnar. 1. júní 2014 16:25