Segist ekki vera sammála oddvita flokksins - Vill þó afturkalla lóðaúthlutun Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 24. maí 2014 15:46 Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins og flugvallavina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor segist ekki vera sammála oddvita flokksins um að ekki eigi að úthluta lóðum undir hús trúfélaga meðan þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Hún segist þó vera á sammála því að afturkalla eigi lóðaúthlutunina undir moskuna. En múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir í samtali við Vísi í gær.„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Í kjölfar ummæla Sveinbjargar lýsti Hreiðar Eiríksson sem sat í fimmta sæti listans því yfir að hann styddi framboðið ekki lengur.Ekki eigi að hygla einum umfram aðra „Ég er ekki á móti moskum almennt en ég er á móti því að það eigi að gefa lóðir til trúfélaga,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi í dag. Hún telur að ekki eigi að hygla einum umfram aðra. Trúfélög eigi ekki að fá lóðir að gjöf. Frekar eigi að byggja upp húsnæði en fullt af fólki sé í húsnæðisvanda í borginni. „Það á frekar að drífa í þeirri framkvæmd en að gefa lóðir.“ Hún segist hafa orðið vör við það í samtölum við fólk að það þori ekki að tala um þetta mál. Fólk sé þá stimplað rasistar. En um þetta mál ætti að vera opin umræða eins og um annað í samfélaginu. „Fólk á að geta sagt það sem það vill segja án þess að fá heilan her af fólki sem er á móti skoðunum þeirra upp á móti sér.“ Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir sem skipar annað sæti lista Framsóknarflokksins og flugvallavina fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor segist ekki vera sammála oddvita flokksins um að ekki eigi að úthluta lóðum undir hús trúfélaga meðan þjóðkirkjan sé ríkiskirkja. Hún segist þó vera á sammála því að afturkalla eigi lóðaúthlutunina undir moskuna. En múslimar fengu úthlutað lóð við Suðurlandsbraut í september í fyrra. „Á meðan við erum með þjóðkirkju eigum við ekki að úthluta lóðum undir hús eins og moskur eða kirkjur fyrir grísku réttrúnaðarkirkjuna,“ sagði Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir í samtali við Vísi í gær.„Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu.“ Í kjölfar ummæla Sveinbjargar lýsti Hreiðar Eiríksson sem sat í fimmta sæti listans því yfir að hann styddi framboðið ekki lengur.Ekki eigi að hygla einum umfram aðra „Ég er ekki á móti moskum almennt en ég er á móti því að það eigi að gefa lóðir til trúfélaga,“ segir Guðfinna í samtali við Vísi í dag. Hún telur að ekki eigi að hygla einum umfram aðra. Trúfélög eigi ekki að fá lóðir að gjöf. Frekar eigi að byggja upp húsnæði en fullt af fólki sé í húsnæðisvanda í borginni. „Það á frekar að drífa í þeirri framkvæmd en að gefa lóðir.“ Hún segist hafa orðið vör við það í samtölum við fólk að það þori ekki að tala um þetta mál. Fólk sé þá stimplað rasistar. En um þetta mál ætti að vera opin umræða eins og um annað í samfélaginu. „Fólk á að geta sagt það sem það vill segja án þess að fá heilan her af fólki sem er á móti skoðunum þeirra upp á móti sér.“
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Höfuðborgarsvæðið Tengdar fréttir Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30 Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08 Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Sjá meira
Klofningur vegna ummæla oddvita Framsóknar „Það er því með sorg í hjarta sem ég læt hér með vita af því að ég styð ekki lengur framboð Framsóknar og flugvallarvina til borgarstjórnar í Reykjavík,“ segir Hreiðar Eiríksson. 23. maí 2014 21:30
Oddviti Framsóknar vill afturkalla lóð til múslima "Ég hef búið í um eitt ár í Sádí Arabíu og byggi þessa skoðun mína ekki á fordómum, heldur reynslu," segir Sveinbjörg Birna Sveinbjörnsdóttir, oddviti lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina. Hún telur að á meðan hér á landi sé þjóðkirkja eigi ekki að úthluta lóðar til byggingu mosku eða sambærilegra húsa annarra trúfélaga. 23. maí 2014 15:08