Meginverkefnið að blása lífi í atvinnulífið í Stykkishólmi Sveinn Arnarsson skrifar 12. maí 2014 14:00 Sturla Böðvarsson er bæjarstjóraefni H-listans vísir/stefán Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Sturla Böðvarsson skipar fjórða sæti á lista H-listans í komandi sveitarstjórnarkosningum í Stykkishólmi. Fjórða sætið er baráttusæti listans. Fái H-listinn fjóra menn kjörna og hreinan meirhluta verður Sturla Böðvarsson nýr bæjarstjóri í Stykkishólmi. Sjálfstæðisflokkurinn býður ekki fram undir sínum listabókstaf heldur er um sameiginlegt framboð að ræða. Sturla var bæjarstjóri í stykkishólmi í 17 ár fyrir Sjálfstæðisflokkinn, eða frá árinu 1974 til ársins 1991 þegar hann settist á þing. Hann er vongóður um að H-listinn nái hreinum meirihluta í bæjarstjórn. „Ég er tilbúinn til að verða bæjarstjóri og geng í það verk óragur,“ segir Sturla. Ekki er vitað til þess að feðgin hafi verið sveitarstjórar á samtímis á Íslandi. Ásthildur Sturludóttir, dóttir Sturlu er sveitarstjóri Vesturbyggðar. Sturla er ánægður að vera kominn aftur í sveitarstjórnarpólitíkina og hlakkar til starfans. „Þetta er annars konar verkefni að vera í sveitarstjórn en engu að síður afar gefandi. Nálægðin við fólkið í bænum er mikil og samstarfið við bæjarbúa það sem skiptir mestu máli. Baráttan leggst vel í okkur H-listafólk. Kosningabaráttan er komin á fulla ferð og við höfum sett upp stefnuskrá og opnað síðu á Facebook eins og tíðarandinn gerir ráð fyrir,“ segir Sturla Böðvarsson. „D-listi Sjálfstæðismanna var með meirihluta allt frá árinu 1974 til 2010 þegar meirihlutinn tapaðist með sex atkvæða mun. Niðurstaða Sjálfstæðisfélagsins var sú að leita eftir breiðara samstarfi og kalla til fólk úr öðrum flokkum til samstarfs við okkur.“ Sturla hefur áhyggjur af stöðu atvinnulífisins í sveitarfélaginu. „Lítið hefur gerst á síðustu fjórum árum, íbúum og atvinnutækifærum fækkar í Stykkishólmi og nú leggjum við ríka áherslu á aukið samstarf við atvinnulífið, bæði launþegahreyfinguna og samtök atvinnulífsins að fjölga hér tækifærum og styðja við bakið á þeim fyrirtækjum sem fyrir eru á svæðinu. Það verður stóra málið í kosningunum í vor, að blása lífi í atvinnlífið og glæða því lífi á ný,“ segir Sturla Böðvarsson, bæjarstjóraefni H-listans. Allar fréttir af sveitarstjórnarkosningunum 2014 má nálgast á Kosningavef Vísis, visir.is/kosningar
Kosningar 2014 fréttir Kosningar 2014 Vesturland Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira