Hugleiðingar til frambjóðenda/framboða um „Sjálfstætt líf“ að loknum kosningum 2014 Guðjón Sigurðsson skrifar 13. maí 2014 12:31 Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson Skoðun Skoðun Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Sjá meira
Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins.
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun