Hugleiðingar til frambjóðenda/framboða um „Sjálfstætt líf“ að loknum kosningum 2014 Guðjón Sigurðsson skrifar 13. maí 2014 12:31 Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Öll viljum við lifa sjálfstæðu lífi. Hvort sem við erum fötluð, ófötluð, rík eða fátæk.Nú sit ég hér við tölvuna háður mínum hjólastól, háður aðstoð fólks við að komast á „lappir“, háður aðstoð við að finna til lyf og aðstoð við þrif. Er þá ekki full ástæða fyrir mig til að vola og væla, heimta að allir hafi það sama og ég? Nei, margir gætu nýtt það sama og ég en alls ekki allir. Það þarf nefnilega að tryggja hverjum þá aðstoð sem viðkomandi einstaklingi hentar. Notendastýrð Persónuleg Aðstoð (NPA) er eitt form aðstoðar sem tryggir sumum sjálfstætt líf. Aðrir þurfa annarskonar aðstoð. Misjafnt búsetuform og fjölbreytt val er það mikilvægasta fyrir alla. Stofnanavæðing á að mínu mati að verða síðasti valkostur í allri aðstoð, félags -og heilbrigðislega fyrir einstaklinga. Þá skiptir öllu að heimili viðkomandi sé ekki breytt í stofnun. Það er nefnilega ekkert betra, jafnvel verra, að fá stofnanaþjónustu heim eins og á stofnun. Mjög mörg einkaheimili eru nefnilega stofnanir í sjálfu sér. Afstofnanavæðum hugsun okkar allra og förum að hugsa um sjálfstætt líf einstaklinga.Hvað þurfum við til að teljast sjálfstæð? Að vera óháð öðrum um flest, að vera sjálfbjarga? Við þurfum aðgengi að þjóðfélaginu. Við þurfum fjárhagslegt öryggi. Við þurfum að hafa virkni/atvinnu sem tryggir okkur þetta sem á undan er talið. Með aðgengi er ég að tala um allt sem aðrir hafa rétt á, komast um, aðgengi að fjármagni, aðgengi að aðstoð eins og hver þarf. Með sjálfstæðu lífi er ég ekki að tala um að vera einn og óstuddur í mínu horni, nema ég kjósi svo. En ég hafi möguleika á að komast í félagsstarf og til að stofna fjölskyldu eins og aðrir borgarar þessa lands.Hvernig náum við þeim áfanga að tryggja öllum sjálfstætt líf? Tökum eitt skref í einu. Leiðin er löng. Við förum að viðurkenna að allir hafi sinn rétt, óháð aldri, óháð þörf á aðstoð og hættum að flokka fólk í kassa. Brjótum niður girðingar. Lítum á heildina ekki þrönga hagsmuni eins hóps. Þega rætt er um atvinnumál þá sé reiknað með öllum ekki bara sérstökum hóp. Einföldum kerfið sem allir eru að villast í daglega. Starfsmenn jafnt og notendur. Flækjan er bæði dýr í rekstri og öllum til ama. Finnum lausn saman.Hvað græðum við á því sem þjóðfélag að tryggja öllum sjálfstætt líf? Við brosum meira sem er öllum hollt. Í stað þess að hafa þiggjendur þá fara allir sem geta að leggja sitt af mörkum. Í stað þess að þiggja bætur förum við að borga skatta. Við þurfum á öllum að halda.Afhverju eigum við að „sóa“ orku og fé til að gera „allskonar fyrir aumingja“? Það mun allt þjóðfélagið græða á því. Við komumst nær því að standa við gerða alþjóðasamninga svo þeir séu ekki áfram uppá punt og okkur áminning um ráðaleysi ráðamanna. Hafið það í huga fyrir og eftir kosningar að orð skulu standa. Ekki að hafa sjálfstætt líf fólks í flimtingum. Tölum af alvöru, setjum okkur raunhæf markmið og stöndum við þau. Að lokum vona ég að ykkur gangi vel í komandi kosningabaráttu. Verum heiðarleg, stöndum við stóru orðin og síðast en ekki síst BROSUM og njótum augnabliksins.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun