Sameiginleg stefna ESB í fiskveiðimálum „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. mars 2014 15:30 Hagleitner til vinstri og Vlavianos til hægri. Vísir/KJ Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum. ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
Thomas Hagleitner, fulltrúi ESB á fundi sameiginlegrar þingmannanefndar Evrópusambandsins og Íslands, telur að það sé auðveldara að halda áfram framtíðarviðræðum á milli Íslands og ESB ef aðildarumsókn Íslands verði ekki dregin til baka, heldur látin á ís. Hagleitner sagði jafnframt að sameiginleg stefna ESB í landbúnaðar- og fiskveiðimálum væri „ekki spennitreyja fyrir aðildarríkikin 28“ sem öll hefðu ólík sjónarmið. Hagleitner sagðist telja að það þyrfti að skoða kröfur Íslendinga og stöðu mála í þessum málaflokkum, áður en hægt væri að segja til um hvort undanþágur væru mögulegar. Þetta kom fram í svörum hans við spurningum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins og formaður þingmannanefndar Íslands.Framtíðin í höndum ÍslendingaAntonios Vlavianos, fulltrúi Evrópuráðsins og sendiherra ESB, sagði að Íslendingar stýrðu algjörlega stefnunni í aðildarviðræðunum við ESB. „Framtíð viðræðna er í höndum Íslendinga. Við höfum fylgst vel með umræðunni í landinu. Við teljum mikilvægt að skoða málin gaumgæfilega áður en ákvörðun er tekin,“ sagði Vlavianos á fundinum. Hann sagði jafnframt að Evrópusambandið teldi samstarfið við Íslendinga mikilvægt. EES-samningurinn væri mikilvæg stoð í samskiptum sambandsins og Íslands.ESB er opið ríkjum sem vilja vera með Thomas Hagleitner kom einnig inn á, í ræðu sinni á fundinum, að vel væri fylgst með umræðunni á Íslandi er snerta Evrópumál. Hann sagðist vita að það væri önnur skýrsla í bígerð, unnin af Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands. Hagleitnir sagði Evrópusambandið vera opið fyrir ríkjum sem vildu vera aðilar. „Ákvörðunin að draga aðildarumsóknina til baka er algjörlega í höndum Íslendinga. Við höldum áfram að fylgjast með og vonumst til þess að samstarfið haldi áfram í gegnum EES-samninginn og Schengen-samstarfið,“ sagði Hagleitner að lokum.
ESB-málið Tengdar fréttir EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00 „Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35 „Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44 Mest lesið „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Carney og Frjálslyndir fóru með sigur af hólmi Erlent Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Innlent Allt að komast í samt lag á Spáni og í Portúgal Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Fleiri fréttir Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangelsi síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Sjá meira
EES gæti lent í frosti að hluta Ísland rekur lestina í innleiðingu EES-löggjafar. Fjármagnsflutningar innan EES eru ekki frjálsir líkt og samningurinn gerir ráð fyrir og ekki hafa verið gerðar breytingar á stjórnarskrá sem þarf til að innleiða eftirlit með fjármálastofnunum. Fjármálaráð 18. mars 2014 07:00
„Þingmönnum ber að fylgja eigin sannfæringu en ekki tilmælum frá kjósendum sínum“ Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var gestur Sigurjóns M. Egilssonar í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 23. mars 2014 12:35
„Ég ber mikla virðingu fyrir Evrópusambandinu og Ísland er greinilega evrópskt ríki" Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra segir ástæðu þess að ríkisstjórnin legði til að aðildarumsókn Íslands í ESB væri dregin til baka meðal annars vera niðurstöður skýrsla Hagfræðistofnunar HÍ. 25. mars 2014 14:44