Bæjarfulltrúar hafna botnsætum á lista Kjartan Atli Kjartansson skrifar 3. mars 2014 16:21 Gunnar Einarsson er í efsta sæti listans. Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann. Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Mikil ólga er nú innan Sjálfstæðisflokksins í Garðabæ, vegna fyrirhugaðs framboðslista sem uppstillingarnefnd á vegum flokksins hefur kynnt fyrir frambjóðendum. Í vetur var ákveðið að efna ekki til prófkjörs í Garðabæ. Uppstillingarnefnd var fengin til að setja saman lista. Nefndinni var falið að taka tillit til þess að hafa aldurs- og kynjadreifingu listans sem besta, auk þess sem hún átti að taka tillit til sjálfstæðismanna á Álftanesi, en óttast var að Álftnesingar myndu ekki hljóta nógu gott brautargengi í prófkjöri eftir sameingu sveitarfélaganna tveggja. Hvorki fyrrverandi formaður bæjarráðs Álftaness né forseti bæjarstjórnar munu eiga sæti á lista sjálfstæðismanna, samkvæmt heimildum Vísis. Einnig mun eina konan sem sat í sveitarstjórn fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins á Álftanesi ekki eiga sæti á listanum. Þetta sætir gagnrýni meðal sjálfstæðismanna á Álftanesi. Gunnari Val Gíslasyni, sem gegndi stöðu sveitarstjóra Bessastaðahrepps og síðar Álftaness frá árinu 1992 til 2005, hefur hins vegar verið boðið fimmta sæti á lista uppstillinganefndarinnar. Sturlu Þorsteinssyni, Stefáni Konráðssyni og Páli Hilmarssyni, sem allir sitja í bæjarstjórn Garðabæjar og sóttust eftir sæti ofarlega á listanum var boðið sæti neðarlega á listanum og hafa þeir allir afþakkað sæti sín, samkvæmt heimildum Vísis. Sturlu var boðið áttunda sæti listans og þeim Stefáni og Páli var boðið tuttugasta og tuttugasta og fyrsta sætið. Samkvæmt heimildum Vísis mun Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, skipa efsta sæti listans. Gunnar hefur gegnt embætti bæjarstjóra í níu ár og hefur ekki áður tekið þátt í framboði á vegum sjálfstæðismanna síðan hann var ráðinn bæjarstjóri þann 24. maí árið 2005. Gunnar hefur starfað hjá Garðabæ frá árinu 1980, fyrst sem íþrótta- og tómstundafulltrúi og síðar sem forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Í öðru sæti listans verður Áslaug Hulda Jónsdóttir, forseti bæjarstjórnar, sem var efst á blaði í síðustu sveitarstjórnarkosningum. Á morgun munu sjálfstæðismenn í Garðabæ funda vegna listans í Kirkjubóli, safnaðarheimilinu í Garðabæ. Gunnar Einarsson bæjarstjóri neitaði að tjá sig um málið þegar blaðamaður Vísis hafði samband við hann.
Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira