Pistillinn sem aldrei varð Sara MacMahon skrifar 28. maí 2013 07:00 Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sara McMahon Mest lesið Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 02.08.2025 Halldór Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun Fólkið í flokknum Helgi Áss Grétarsson Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Sjá meira
Þessi pistill átti að fjalla um eitthvað allt annað. Hann átti að taka á samfélagsmeinum á hnyttinn og skemmtilegan hátt. En því miður gleymdi ég umfjöllunarefninu og get ómögulega munað það aftur. Það er nefnilega þannig að ég er orðin frekar gleymin með aldrinum. Skrifi ég hugmyndir ekki niður um leið og þeim lýstur í huga minn eru þær horfnar jafn skjótt og þær komu. Það sama á við um dagsverkin; þau þarf að skrá niður, annars gleymi ég að inna þau af hendi. Afmæli og stefnumót þarf ég líka að punkta niður í dagatalið. Það kemur ítrekað fyrir að ég sitji heima í stofu, standi þá skyndilega upp og rölti fram. Þegar fram er komið man ég ekki lengur hvert erindið var. Ætlaði ég ef til vill að ná í eitthvað? Kannski þurfti að kanna eitthvert hljóð? Á endanum neyðist ég þó til þess að snúa aftur á fyrri stað, einskis vísari um tilgang ferðarinnar. Undanfarið hef ég líka ítrekað gerst sek um að gleyma að slökkva undir eldavélarhellunum. Slíkt getur auðvitað verið stórhættulegt og veldur mér og sambýlingnum miklum áhyggjum. Þrátt fyrir ungan aldur pistilshöfunds fer minninu stöðugt hrakandi og suma daga er það svo slæmt að ég man ekki einu sinni eigið símanúmer. Líf mitt snýst um það að skrásetja allt svo engu sé gleymt. Dagatöl eru útkrotuð, handarbökin tvö líka, og síminn minn pípir reglulega með áminningar um yfirvofandi læknisheimsóknir. Hefði ég haft vit á að skrifa niður hina skemmtilegu hugmynd sem ég fékk fyrir nokkru værir þú, lesandi góður, núna að lesa eitthvað allt annað og skemmtilegra. Þess í stað situr þú uppi með þetta pistlaskrípi. En snúum okkur aftur að kjarna máls míns: gleymskunni. Friedrich Nietzsche sagði eitt sinn: „Kosturinn við slæmt minni er sá að maður nýtur mörgum sinnum sama góða hlutarins sem það væri í fyrsta sinn.“ Ég kýs að taka Nietzsche trúanlegan og í stað þess að gráta minnið ætla ég að einbeita mér að því að njóta alls þess sem lífið hefur upp á að bjóða. Aftur og aftur og aftur.
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier Skoðun
Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir Skoðun