Bingó-áætlun Seðlabankans: Vilja 75% afslátt á krónueignum föllnu bankanna UE skrifar 22. október 2013 12:00 Bjarni Benediktsson sagði í síðustu viku að ef menn „stilla saman væntingar“ og „horfa á hlutina sömu augum“ ætti að vera hægt að leysa mikilvægustu viðfangsefni í sambandi við afnám fjármagnshafta á næstu 6-12 mánuðum. Seðlabanki Íslands vinnur þessa dagana að áætlun sem ber vinnuheitið Bingó. Samkvæmt henni verða nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings ekki samþykktir nema 400 milljarða krónueignir þrotabúanna fáist keyptar með 75% afslætti. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.Í svarbréfi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til slitastjórnar Glitnis frá því í lok september segir hann þetta ekki vera samningsatriði. Seðlabankinn sé aftur á móti tilbúinn til að skoða „útfærðar hugmyndir“ sem ógni ekki fjármálastöðugleika Íslands. Náist ekki samningar um þetta við kröfuhafa er óraunhæft að hægt verði að veita undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða kröfuhöfum í erlendri mynt. Bingó-áætlunin gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn, og mögulega lífeyrissjóðirnir, kaupi kröfur búanna á innlenda aðila fyrir 25% af bókfærðu virði í skiptum fyrir gjaldeyri. Stærstu eignir þrotabúanna eru hlutir í Íslandsbanka og Arionbanka. Ekkert hefur gengið að selja þær eignir til erlendra fjárfesta og ekki útlit fyrir að það breytist. Svo virðist sem kröfuhafar græði ekki á því að málið tefjist. Þeir hafa áhyggjur af því að ef ekki tekst að ljúka nauðasamningum verði þrotabúin sett í formlegt greiðsluþrot og kröfuhafar fái aðeins greitt í íslenskum krónum. Ef marka má nýlegan dóm Hæstaréttar hafa almennir kröfuhafar ekki lagalegan rétt á greiðslum í erlendri mynt. Stjórnvöld gera kröfu um þessi skilyrði fyrir nauðasamningum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þessi áætlun leysir ekki nema hluta vandans við að afnema fjármagnshöft. Þessi áætlun á aðeins við um krónueignir Glitnis og Kaupþings. Þessar aðgerðir gætu skapað fordæmi fyrir samningum við aflandskrónueigendur. Einnig þarf að lengja verulega í erlendum lánum Landsbankans að andvirði 300 milljarða íslenskra króna sem eiga samkvæmt núverandi skilyrðum að greiðast upp árið 2018. Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Seðlabanki Íslands vinnur þessa dagana að áætlun sem ber vinnuheitið Bingó. Samkvæmt henni verða nauðasamningar við kröfuhafa Glitnis og Kaupþings ekki samþykktir nema 400 milljarða krónueignir þrotabúanna fáist keyptar með 75% afslætti. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.Í svarbréfi Más Guðmundssonar seðlabankastjóra til slitastjórnar Glitnis frá því í lok september segir hann þetta ekki vera samningsatriði. Seðlabankinn sé aftur á móti tilbúinn til að skoða „útfærðar hugmyndir“ sem ógni ekki fjármálastöðugleika Íslands. Náist ekki samningar um þetta við kröfuhafa er óraunhæft að hægt verði að veita undanþágu frá gjaldeyrislögum til að greiða kröfuhöfum í erlendri mynt. Bingó-áætlunin gerir ráð fyrir því að Seðlabankinn, og mögulega lífeyrissjóðirnir, kaupi kröfur búanna á innlenda aðila fyrir 25% af bókfærðu virði í skiptum fyrir gjaldeyri. Stærstu eignir þrotabúanna eru hlutir í Íslandsbanka og Arionbanka. Ekkert hefur gengið að selja þær eignir til erlendra fjárfesta og ekki útlit fyrir að það breytist. Svo virðist sem kröfuhafar græði ekki á því að málið tefjist. Þeir hafa áhyggjur af því að ef ekki tekst að ljúka nauðasamningum verði þrotabúin sett í formlegt greiðsluþrot og kröfuhafar fái aðeins greitt í íslenskum krónum. Ef marka má nýlegan dóm Hæstaréttar hafa almennir kröfuhafar ekki lagalegan rétt á greiðslum í erlendri mynt. Stjórnvöld gera kröfu um þessi skilyrði fyrir nauðasamningum samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Þessi áætlun leysir ekki nema hluta vandans við að afnema fjármagnshöft. Þessi áætlun á aðeins við um krónueignir Glitnis og Kaupþings. Þessar aðgerðir gætu skapað fordæmi fyrir samningum við aflandskrónueigendur. Einnig þarf að lengja verulega í erlendum lánum Landsbankans að andvirði 300 milljarða íslenskra króna sem eiga samkvæmt núverandi skilyrðum að greiðast upp árið 2018.
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira