Tvö rauð á Húsavík | Óvænt tap Hauka Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 12. júlí 2013 21:46 Víkingar eru komnir upp í annað sæti 1. deildarinnar. Mynd/Daníel Völsungur er enn án sigurs í 1. deildinni en Húsvíkingar misstu tvo menn af velli með rautt spjald í kvöld er liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, sem kom sér um leið upp í annað sæti deildarinnar. Haukar töpuðu óvænt fyrir Tindastóli norðan heiða í kvöld og þá hafði KA betur gegn Þrótti í Laugardalnum. Sigurður Egill Lárusson kom Víkingum yfir á sextándu mínútu á Húsavíkurvelli en Sigvaldi Þór Einarsson fékk að líta fyrra rauða spjaldið í leiknum um stundarfjórðungi síðar. Manni færri náðu Völsungar samt að jafna metin með marki Halldórs Orra Hjaltasonar í upphafi síðari hálfleiks en aðeins tveimur mínútum síðar endurheimti Dofri Snorrason forystuna fyrir gestina úr Fossvoginum. Síðari brottvísunina fékk svo Guðmundur Óli Steingrímsson á 65. mínútu en Víkingar innsigluðu endanlega sigurinn með marki Sigurðar Egils á 89. mínútu. Tveir aðrir leikir fóru fram í 1. deildinni í kvöld. Ivan Dragicevic var hetja KA sem vann 1-0 sigur á Þrótturum sem eru því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig. Völsungur er á botninum með tvö. Þá hafði Tindastóll betur gegn Haukum, 2-1. Steven Beattie kom Stólunum yfir en Hilmar Geir Eiðsson jafnaði metin fyrir Hauka áður en flautað var til hálfleiks. Sigurmarkið kom svo á 76. mínútu en þar var Elvar Páll Sigurðsson að verki. Tindastóll hefur nú spilað fjóra deildarleiki í röð án taps en liðið er komið upp í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Haukar duttu niður í þriðja sæti deildarinnar með tapinu í kvöld. Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira
Völsungur er enn án sigurs í 1. deildinni en Húsvíkingar misstu tvo menn af velli með rautt spjald í kvöld er liðið tapaði fyrir Víkingi, 3-1, sem kom sér um leið upp í annað sæti deildarinnar. Haukar töpuðu óvænt fyrir Tindastóli norðan heiða í kvöld og þá hafði KA betur gegn Þrótti í Laugardalnum. Sigurður Egill Lárusson kom Víkingum yfir á sextándu mínútu á Húsavíkurvelli en Sigvaldi Þór Einarsson fékk að líta fyrra rauða spjaldið í leiknum um stundarfjórðungi síðar. Manni færri náðu Völsungar samt að jafna metin með marki Halldórs Orra Hjaltasonar í upphafi síðari hálfleiks en aðeins tveimur mínútum síðar endurheimti Dofri Snorrason forystuna fyrir gestina úr Fossvoginum. Síðari brottvísunina fékk svo Guðmundur Óli Steingrímsson á 65. mínútu en Víkingar innsigluðu endanlega sigurinn með marki Sigurðar Egils á 89. mínútu. Tveir aðrir leikir fóru fram í 1. deildinni í kvöld. Ivan Dragicevic var hetja KA sem vann 1-0 sigur á Þrótturum sem eru því enn í næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig. Völsungur er á botninum með tvö. Þá hafði Tindastóll betur gegn Haukum, 2-1. Steven Beattie kom Stólunum yfir en Hilmar Geir Eiðsson jafnaði metin fyrir Hauka áður en flautað var til hálfleiks. Sigurmarkið kom svo á 76. mínútu en þar var Elvar Páll Sigurðsson að verki. Tindastóll hefur nú spilað fjóra deildarleiki í röð án taps en liðið er komið upp í níunda sæti deildarinnar með ellefu stig. Haukar duttu niður í þriðja sæti deildarinnar með tapinu í kvöld.
Íslenski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Sjá meira