Árni Páll hefur litla trú á hugmyndum Framsóknarflokksins Boði Logason skrifar 23. apríl 2013 15:10 Frambjóðendur samankomnir í Hörpu í dag. Mynd/ Íslandsbanki. „Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum. Kosningar 2013 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira
„Það stenst ekki stjórnarskrá, þetta var rangt og svona yfirlýsingu átti aldrei að gefa,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, á fundi sem VÍB eignastýring Íslandsbanka hélt í Hörpu í dag með forystumönnum stjórnmálaflokkanna. Hann líkti hugmyndum Framsóknarflokksins, um að nýta eignir erlendra kröfuhafa á Íslandi, við það þegar hugmyndir hafi verið ræddar um að dótturfyrirtæki Magma í Svíþjóð sem keypti HS Orku myndi afskrifa eignir sínar. Árni Páll sagði að núna þætti mönnum gaman að tala digubarkalega þegar kemur að umræðunni um að afskrifa ætti eignir erlenda kröfuhafa íslensku bankanna. Talað hefur verið um að nota ætti það fé til að lækka skuldir heimilanna. Árni Páll sagði að athuga þyrfti að eignarréttur kröfuhafanna væri varinn í stjórnarskrá. Læra ætti af þeim mistökum sem ríkisstjórnin gerði í Magma-málinu. „Það er ekki hægt að gera eignir útlendinga upp að vild,“ sagði Árni Páll.Íslendingar ættu að vera óhræddir við að standa á sínu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði að Íslendingar ættu ekki að vera hræddir við að standa á sínu. „Við þekkjum þetta sannarlega úr Icesave-málinu. Rökin voru þau að Íslendingar ættu að vera þægir og borga til að skaða ekki orðspor sitt,“ sagði Sigmundur Davíð. Íslendingar stæðu nú frammi fyrir því að verja rétt sinn „og þá erum við bara að tala um að verja hann innan ramma laganna.“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagðist engar áhyggjur hafa af því að orðspor landsins myndi skaðast ef menn væru þvingaðir í samningaviðræður. Varðandi umræðu um skattalækkanir hér á landi, sagði Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri Grænna, að engin ástæða væri til að fara í skattahækkanir á næsta kjörtímabili. Þvert á móti væri hægt að fara í skattalækkanir, og tók sem dæmi millitekjuhópinn. Smári McCarthy, kapteinn Pírata, sagði að skattkerfið hér á landi væri að mörgu leyti sanngjarnara en það hefur verið. Það þurfi ekki að gera það einfaldara, heldur gagnsærra. Sagði hann meðal annars að pólítísk óvissa væri miklu skaðlegri en markaðsóvissa.Samstaðan mikilvæg Heiða Kristín Helgadóttir, frá Bjartri Framtíð, sagði að allir flokkar þyrftu að ná samstöðu um að afnema gjaldeyrishöftin. Enda hefðu þau mikil áhrif á atvinnulífið hér á landi. Vel var veitt í Hörpu í dag. Fundargestir fengu heitan mat á borð til sín, og gátu valið á milli þess að drekka Appelsín, Pepsi Max eða Egils Kristal. Stjórnmálaleiðtogarnir fengu þó aðeins tært íslenskt vatn að drekka. Þorbjörn Þórðarson, fréttamaður á Stöð 2, stjórnaði umræðunum.
Kosningar 2013 Mest lesið Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Arnar og Aron Elí til Reita Viðskipti innlent Vaxtaverkir í golfi: Kylfingum fjölgar um þúsundir á ári Atvinnulíf Ben kveður Jerry Viðskipti erlent Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Viðskipti innlent Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Viðskipti innlent „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Sjá meira