Regluverk þarf gegn kvótahoppi Þorvarður Kjerulf Sigurjónsson skrifar 21. desember 2012 06:00 Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Sjá meira
Við inngöngu í Evrópusambandið, án undanþága eða sérlausna vegna sérstakra aðstæðna hérlendis, mundu íslensk stjórnvöld undantekningalaust þurfa að hlíta reglum ESB um fiskveiðar en aðildarríkin hafa framselt sambandinu mikil völd á því sviði. Að meginreglu hafa aðildarríkin hvert jafnan aðgang að hafsvæðum og auðlindum annars að því gefnu að þau hafi yfir að ráða tilskildum aflakvóta. Samkvæmt annarri meginreglu, um hlutfallslega stöðugar veiðar, byggist hlutdeild hvers ríkis í heildarafla ESB á sögulegri veiðireynslu en einnig er tekið tillit til svæða sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar ætti að tryggja að íslenskar útgerðir héldu hefðbundnum fiskveiðiréttindum sínum innan íslenskrar efnahagslögsögu ef Ísland gerðist aðili að ESB. Þetta leiðir af því að einungis Íslendingar hafa reynslu af veiðum í íslenskri efnahagslögsögu undanfarna áratugi. Einnig er hátt hlutfall svæða hérlendis sem eru sérstaklega háð fiskveiðum. Ísland ætti því að halda óbreyttum veiðiheimildum á staðbundnum fiskistofnum sem og flökkustofnum innan íslenskrar efnahagslögsögu. Reglan um hlutfallslegan stöðugleika hefur verið í gildi frá því árið 1983. Hún er ekki hluti af sáttmálum Evrópusambandsins heldur sækir hún stoð sína í afleiddan rétt ESB. Með meirihlutaákvörðun í ráðinu væri því hægt að víkja frá reglunni eða afnema hana. Framkvæmdastjórn ESB kannaði afstöðu aðildarríkjanna til reglunnar í aðdraganda yfirstandandi endurskoðunar sameiginlegu sjávarútvegstefnunnar og voru 26 af 27 aðildarríkjum andsnúin breytingum á reglunni. Hverju sem því líður er óvíst hver afstaða aðildarríkjanna verður í framtíðinni. Litlar sem engar hömlur Veiðiheimildir hvers aðildarríkis eru bundnar við fiskiskip sem sigla undir fána viðkomandi ríkis eða eru skráð í því landi. Sjávarútvegsfyrirtæki í ESB lúta á hinn bóginn þeim reglum sem gilda á innri markaði ESB, þar með talið reglunum um frjálsar fjármagnshreyfingar og staðfesturétt. Sökum þessa eru litlar sem engar hömlur á fjárfestingum í sjávarútvegi í aðildarríkjum ESB. Enn fremur eru engar takmarkanir á rétti ríkisborgara ESB-ríkja til að stofnsetja sjávarútvegsfyrirtæki í öðru aðildarríki og launþegum aðildarríkjanna er frjálst að ráða sig til starfa hjá útgerðarfyrirtækjum hvar sem er innan ESB. Þetta hefur leitt til þess sem kallað er kvótahopp. Í því felst að útgerðarfyrirtæki frá aðildarríki A fær hlutdeild í landskvóta aðildarríkis B með því annaðhvort að setja á fót útgerð í ríki B, kaupa ráðandi eignarhlut í starfandi útgerð í ríki B eða skrá skip sín í aðildarríki B og landa síðan aflanum í ríki A. Arðurinn af fiskveiðunum skilar sér þar með ekki til þess ríkis sem fékk veiðiheimildunum úthlutað upphaflega. Mörg ríki hafa sett reglur til þess að takmarka möguleikann á að stunda kvótahopp en slíkt þarf að gera í samráði við ESB. Þótt ekki semdist um undanþágur eða sérlausnir varðandi sameiginlegu sjávarútvegsstefnuna, í aðildarviðræðunum við ESB, má ætla að reglan um hlutfallslega stöðugar veiðar, svo framarlega sem hún heldur gildi sínu, mundi tryggja íslenskum útgerðum áframhaldandi fiskveiðiréttindi sín í íslenskri lögsögu og koma í veg fyrir veiðar togara annarra aðildarríkja á íslenskum miðum þar sem þau skortir veiðireynslu. Möguleikinn á kvótahoppi gæti hins vegar valdið Íslandi efnahagslegum skaða ef ekki yrði mótað sérstakt regluverk til að sporna við því.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun