136 milljóna tap á DV frá stofnun 7. nóvember 2012 07:00 Reynir Traustason er ritstjóri og einn aðaleigenda DV ehf. FRÉTTABLAÐIÐ/HEIÐA DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira
DV ehf., sem á og rekur dagblaðið DV og vefinn dv.is, tapaði 82,8 milljónum króna í fyrra. Félagið tapaði auk þess 53,3 milljónum króna á fyrstu níu starfsmánuðum sínum á árinu 2010, en félagið var stofnað í upphafi þess árs. Samtals hefur DV því tapað 136,1 milljón króna á tæpum tveimur árum. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins sem var skilað inn til ársreikningaskráar 24. október síðastliðinn. Hlutafé í DV ehf. var aukið um fjörutíu milljónir króna í fyrra. Sú aukning fór öll í að mæta taprekstrinum og samkvæmt ársreikningi var uppsafnað tap um 91 milljón króna um síðustu áramót. Skuldir félagsins jukust umtalsvert í fyrra, fóru úr 81 milljón króna í 131 milljón króna. Þar á meðal er aukning á ógreiddri staðgreiðslu launa starfsmanna félagsins og ógreiddu tryggingagjaldi og vextir vegna þeirra. Samtals hækkaði sú upphæð um sautján milljónir króna á milli ára. Fréttablaðið greindi frá því í október að skuld DV ehf. vegna staðgreiðslu skatta stæði í um 50 milljónum króna í júlí síðastliðnum og skuld félagsins vegna ógreidds tryggingagjalds stæði í 26 milljónum króna. Morgunblaðið greindi stuttu síðar frá því að Umgjörð ehf., félag í eigu Ástu Jóhannsdóttur, hefði veitt DV 15 milljóna króna skammtímalán til að borga inn á skuld sína hjá Tollstjóra vegna vangreiddra vörsluskatta. Láninu var síðan breytt í nýtt hlutafé á hluthafafundi hinn 22. október. Auk þess var veitt heimild til frekari aukningar á hlutafé. Umgjörð var þriðji stærsti eigandi DV um síðustu áramót með 18,6 prósenta hlut. Hlutur þess hefur væntanlega aukist töluvert við hlutafjáraukninguna.- þsj
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Sjá meira