Óttast um skólabörn vegna bensínstöðvar 26. október 2012 06:30 ÓB við Kirkjustétt Á aðalfundi Íbúasamtaka Grafarholts í vor heyrðust raddir um að öryggi barna og unglinga í Ingunnarskóla kynni að vera í hættu vegna nálægðarinnar við bensínstöð ÓB.Fréttablaðið/Stefán Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Áhyggjur eru meðal íbúa í Grafarholti vegna staðsetningar bensínstöðvar ÓB við hlið Ingunnarskóla. „Íbúarnir telja að ef slys eða óhapp yrði sé bensínstöðin of nálægt skólanum," segir Berghildur E. Bernharðsdóttir, formaður Íbúasamtaka Grafarholts. Hún kveður þessar raddir hafa komið fram á aðalfundi íbúasamtakanna sem haldinn var í Ingunnarskóla í vor. Að tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokksins samþykkti skóla- og frístundaráð Reykjavíkur 19. september að óska eftir því að skipulagsráð og umhverfis- og samgönguráð borgarinnar skoðuðu möguleika á breyttri staðsetningu bensínstöðvar ÓB við Kirkjustétt í samráði við eiganda stöðvarinnar. Stöðin, sem reist var árið 2005, er skammt frá félagsmiðstöðinni Fókus og frístundaheimilinu Stjörnulandi auk Ingunnarskóla. „Árum saman hafa foreldrar barna í Ingunnarskóla gert athugasemdir við staðsetningu stöðvarinnar svo nærri fjölmennasta skóla hverfisins og meðal annars kvartað yfir því að í ákveðnum vindáttum berist bensínfnykur inn í skólahúsnæðið," sagði í tillögunni sem einnig fól í sér ósk um gerð lögfræðilegs álits á því hvort staðsetning stöðvarinnar samræmist reglum, meðal annars um fjarlægð milli bensínstöðvar og bygginga þar sem fólk dvelur um lengri tíma. „Það stendur ekki til af okkar hálfu að flytja stöðina og við höfum ekki fengið neinar formlegar athugasemdir frá aðstandendum barna eða til þess bærum yfirvöldum um okkar starfsemi. ÓB stöðin er einfaldlega á þeim stað þar sem henni var fyrir mörgum árum úthlutað samþykktri lóð á samþykktu deiliskipulagi," segir Jón Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri sölusviðs ÓB. Færanlegar skólastofur sem hefur verið komið fyrir við Ingunnarskóla eru nálægt lóðamörkunum. „Maður veltir þá fyrir sér hvort þessar skólastofur eru komnar inn á skipulag og hvort þær verði þarna til framtíðar," segir Jón. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir, skólastjóri Ingunnarskóla, segir ÓB vissulega óþægilega nálægt en skólinn sjálfur hafi ekki gert athugasemdir við staðsetningu bensínstöðvarinnar. „Þetta hefur ekki komið inn á borð skólans," segir Guðlaug. Samkvæmt skipulagssviði borgarinnar eru öll tilskilin leyfi fyrir hendi vegna ÓB við Kirkjustétt. Málið verði tekið fyrir af skipulagsráði fljótlega. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira