Við ætlum ekki að leggjast í vörn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. október 2012 08:00 Fanndís Friðriksdóttir leikur listir sínar á æfingu landsliðsins í Egilshöll í vikunni. Rakel Hönnudóttir er henni við hlið, við öllu búin. Mynd/Anton Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira
Ísland fær í dag tækifæri til að tryggja sér sæti í úrslitakeppni Evrópumeistaramóts kvenna í knattspyrnu annað skiptið í röð. Fyrir fjórum árum unnu stelpurnar sigur á Írlandi á köldu októberkvöldi og eignaðist Ísland þar með í fyrsta sinn A-landslið í knattspyrnu sem tryggir sér sæti í úrslitakeppni stórmóts. Í þetta skiptið stendur Úkraína í vegi Íslands. Úkraína hefur einu sinni tekið þátt í úrslitakeppni stórmóts og var það á EM í Finnlandi fyrir fjórum árum, rétt eins og hjá íslenska liðinu. Fyrri leikurinn fór fram ytra um helgina og vann Ísland þá 3-2 sigur og er því með forystu fyrir leikinn á Laugardalsvelli í kvöld. Þekkjum andstæðinginn betur„Við lærðum heilmikið af þessum leik," sagði Katrín Jónsdóttir landsliðsfyrirliði við Fréttablaðið í gær, en Sigurður Ragnar Eyjólfsson hafði takmörkuð úrræði þegar kom að því að afla sér upplýsinga um liðið. „Hann var búinn að undirbúa okkur eins vel og hægt var en það er síðan allt öðruvísi að spila sjálfan leikinn. Við mætum því betur undirbúnar til leiks nú og vitum við hverju við megum búast," bætti Katrín við. Sigurður Ragnar vonast til að liðið byrji eins vel og það gerði í leiknum ytra, en stelpurnar komust þá 2-0 yfir snemma í leiknum. „Það væri sterkt að byrja aftur eins vel núna en það má heldur ekki gleyma því að Úkraína er með hörkulið enda náðu þær að koma til baka og jafna leikinn," segir Sigurður Ragnar. „Þetta verður erfiður leikur en við munum sem fyrr spila upp á okkar styrkleika. Það eru alltaf svipaðar áherslur í okkar varnarleik og helst munur á því hversu framarlega við erum með okkar lið." Katrín tekur undir þetta og hefur ekki áhyggjur af því að liðið muni leggja of mikla áherslu á varnarleikinn, þó svo að jafntefli muni duga til að komast áfram. „Það er auðvitað mikilvægt að sinna varnarhlutverkinu en við ætlum ekki að leggjast í vörn og leggja allt kapp á að halda núlli allan leikinn. Við munum spila okkar bolta eins og við erum vanar að gera." Spilum alltaf til sigursKatrín segir að niðurstaðan í dag muni fyrst og fremst ráðast af hugarfari og viljastyrk. „Þetta eru jöfn lið og þær sýndu okkur úti að þær kunna að spila fótbolta. Það lið vinnur sem ætlar sér meira að sækja sigurinn. Við ætlum okkur að vera það lið." Sigurður Ragnar tekur í svipaðan streng og segir að það sem hafi áður gerst muni ekki skipta neinu máli. „Þetta er bara verkefni sem við ætlum að klára. Við vitum að við erum góðar í fótbolta enda með hörkulið. Við þekkjum þá stöðu að vera í forystu eftir fyrri leik í svona einvígi en það hjálpar okkur ekki endilega í þessum leik. Við spilum alltaf til sigurs og það breytist ekki nú." Sigurður Ragnar ritaði í gær pistil á heimasíðu KSÍ sem var endurbirtur víða og dreift manna á milli í netheimum. Þar segir hann það draum sinn að stelpurnar fái fullan Laugardalsvöll – tíu þúsund manns. Hann segir þann draum sinn raunhæfan. „Af hverju ekki? Við getum breytt heiminum, ég og þú. Það eina sem þarf er að mæta á völlinn."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Sport Fleiri fréttir „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Hildur fékk svakalegt glóðarauga Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Kristófer: Þetta var alveg frábær tilfinning Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti Cecilía valin besti markvörðurinn í ítölsku deildinni Markvörðurinn mætti of seint í leikinn Sjá meira