Brigsl gengu á víxl á hitafundi í Kópavogi 25. september 2012 07:00 Ármann Kr. Ólafsson Sagði Hjálmari Hjálmarssyni ekkert hafa orðið úr verki. „Að gefnu tilefni vill formaður bæjarráðs minna fundarmenn á að hafa í huga háttvísi í bókunum sínum og gæta að því að niðrandi ummæli sem geta talist beinast að persónum eru fulltrúum í bæjarráði ósæmandi," bókaði Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á fundi á fimmtudaginn var. Tilefni bókunar bæjarráðsformannsins voru orðahnippingar Hjálmars Hjálmarsson úr Næstbesta flokknum og Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra úr Sjálfstæðisflokknum. Fyrst var rætt um tillögur starfshóps um Kópavogs-tún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið og sakaði Hjálmar bæjarstjóra um „ótrúlegt sleifarlag" við úrvinnslu málsins. „Því skal haldið til haga að á vakt Hjálmars Hjálmarssonar þar sem hann var í meirihluta í ríflega tuttugu mánuði þá gerðist nákvæmlega ekki neitt í þessu máli annað en að leggja til að stofnuð yrði nefnd," bókaði Ármann og bætti við að Hjálmari hafi ekkert orðið úr verki þegar hann fór fyrir starfshópi um leiðarkerfi strætós og fundarsköp bæjarstjórnar. Hjálmar gerði athugasemdir við „orðbragð bæjarstjóra í sinn garð" í fundarhléi. „Að tala um sleifarlag var niðrandi í þessu samhengi þar sem hratt hefur verið unnið í þessu máli og hraðar heldur en Hjálmar kynntist þegar hann var í meirihluta," svaraði Ármann en Hjálmar sagði þetta staðleysu. Þá gagnrýndi Hjálmar aðgerðaleysi varðandi strætisvagnaskýli. „Það er ámælisvert að bæjarstjóri skuli ekki hafa fylgt eftir ákvörðunum bæjarráðs hvað þetta varðar og lýsir vel sinnuleysi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins." Þannig gengu bókanir á víxl, jafnvel eftir að formaður bæjarráðs greip inn í með fyrrgreindum hætti.- gar Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
„Að gefnu tilefni vill formaður bæjarráðs minna fundarmenn á að hafa í huga háttvísi í bókunum sínum og gæta að því að niðrandi ummæli sem geta talist beinast að persónum eru fulltrúum í bæjarráði ósæmandi," bókaði Rannveig Ásgeirsdóttir, formaður bæjarráðs Kópavogs, á fundi á fimmtudaginn var. Tilefni bókunar bæjarráðsformannsins voru orðahnippingar Hjálmars Hjálmarsson úr Næstbesta flokknum og Ármanns Kr. Ólafssonar, bæjarstjóra úr Sjálfstæðisflokknum. Fyrst var rætt um tillögur starfshóps um Kópavogs-tún, Kópavogsbæinn og Kópavogshælið og sakaði Hjálmar bæjarstjóra um „ótrúlegt sleifarlag" við úrvinnslu málsins. „Því skal haldið til haga að á vakt Hjálmars Hjálmarssonar þar sem hann var í meirihluta í ríflega tuttugu mánuði þá gerðist nákvæmlega ekki neitt í þessu máli annað en að leggja til að stofnuð yrði nefnd," bókaði Ármann og bætti við að Hjálmari hafi ekkert orðið úr verki þegar hann fór fyrir starfshópi um leiðarkerfi strætós og fundarsköp bæjarstjórnar. Hjálmar gerði athugasemdir við „orðbragð bæjarstjóra í sinn garð" í fundarhléi. „Að tala um sleifarlag var niðrandi í þessu samhengi þar sem hratt hefur verið unnið í þessu máli og hraðar heldur en Hjálmar kynntist þegar hann var í meirihluta," svaraði Ármann en Hjálmar sagði þetta staðleysu. Þá gagnrýndi Hjálmar aðgerðaleysi varðandi strætisvagnaskýli. „Það er ámælisvert að bæjarstjóri skuli ekki hafa fylgt eftir ákvörðunum bæjarráðs hvað þetta varðar og lýsir vel sinnuleysi meirihluta Sjálfstæðis- og Framsóknarflokksins." Þannig gengu bókanir á víxl, jafnvel eftir að formaður bæjarráðs greip inn í með fyrrgreindum hætti.- gar
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira