Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu 11. júlí 2012 11:30 lögreglan Ráðning tveggja lögreglumanna á Akureyri var talin innan ramma laga, en varð Umboðsmanni Alþingis engu að síður tilefni til að árétta að auglýsa ætti tímabundin störf í meira mæli. fréttablaðið/vilhelm Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira