Segir ráðningar án auglýsinga grafa undan trausti á ríkinu 11. júlí 2012 11:30 lögreglan Ráðning tveggja lögreglumanna á Akureyri var talin innan ramma laga, en varð Umboðsmanni Alþingis engu að síður tilefni til að árétta að auglýsa ætti tímabundin störf í meira mæli. fréttablaðið/vilhelm Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Umboðsmaður Alþingis vill að þeir sem hafa ráðningarvald hjá hinu opinbera gæti betur að því sem býr að baki lögum um auglýsingaskyldu. Hann telur að með því sé hægt að auka traust á stjórnsýslunni. Þá telur hann mikilvægt að þegar auglýst er, sé ráðið í störfin í samræmi við þau sjónarmið sem fram koma í auglýsingu. Umboðsmaður gaf nýverið út þrjú álit er varða ráðningar hjá hinu opinbera. Tvö tilfelli eru hjá lögreglunni, og einnig var leitað til umboðsmanns vegna ráðningar stjórnarráðsfulltrúa í utanríkisráðuneytið, en í því tilfelli var einn umsækjandi talinn hafa of mikla reynslu til starfans. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, skrifaði pistil á heimasíðu embættisins, þar sem hann minnir á lögin um auglýsingaskyldu frá 1954. Þar sé lögð áhersla á að það sé „réttlætismál og jafnréttis, að öllum þeim, er hugur leikur á tilteknu opinberu starfi, sé veittur þess kostur að sækja um það". Kvartanir sem berast embættinu benda til að þessu sé ábótavant. Ýmist sé fundið að því að störf hafi ekki verið auglýst eða að ráðning hafi ekki verið í samræmi við sjónarmið í auglýsingu. Umboðsmaður sendi ríkislögreglustjóra bréf vegna eins málsins. Þá höfðu tveir lögreglumenn, sem áður höfðu gegnt stöðum tímabundið, verið ráðnir til starfa. Í bréfi Tryggva segir að ráðningin hafi verið innan ramma og reglna en bendir á að með því að auglýsa í auknum mæli laus störf við afleysingar mætti aðstoða við að auka traust á stjórnsýslunni og starfsháttum hennar. Þá segir hann megingagnrýni þeirra sem leitað hafi til hans vegna þessara mála vera að stjórnvöld hafi með tímabundnum ráðningum án auglýsinga raskað því jafnræði og hæfnismati sem lög geri ráð fyrir að byggt sé á við ráðningar hjá hinu opinbera.- kóp
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Bílstjóri vörubíls hafi lagt fjölda fólks í hættu Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira