Skolp rennur úr yfirfalli fyrir regnvatn 11. júlí 2012 05:30 Yfirfallsrörið Úr þessu röri rennur skolp með regnvatni beint í Arnarneslækinn. Nokkrum metrum ofar er göngubrú yfir lækinn og börn oft að leik í eða við lækinn.fréttablaðið/valli Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Úr yfirfallsröri fyrir regnvatn fellur skolp í Arnarneslæk í Garðabæ. Íbúi í nágrenninu segir lyktina vera eins og á útikamri. Rörið kemur frá einu af elstu hverfunum í Garðabæ, úr Mýrahverfi og Túnahverfi. Í læknum fljóta pappírstægjur og límast við steina og hvít slikja liggur á vatninu. Samkvæmt heimildum blaðsins hefur þetta verið viðvarandi vandamál í um tuttugu ár. Foreldrar hafa kvartað þar sem börn þeirra hafa verið að leik í læknum rétt við yfirfallið. Garðabær dælir öllu sínu skolpi til Reykjavíkur þaðan sem því er veitt lengst út á Faxaflóa. Rétt fyrir neðan lækinn er skolpfráveitustöð sem á að sjá til þess að skolpið rati rétta leið. Sigurður Hafliðason, forstöðumaður þjónustumiðstöðvar Garðabæjar, segir að hverfið þarna fyrir ofan hafi byggst upp um 1980. Þar sé tvöfalt lagnakerfi, annað undir regnvatn og hitt undir skolp. Í byggingaferli hafa eigendur tengt skolplögn frá húsi sínu að næstu lögn. Sú lögn hafi hins vegar reynst vera regnvatnslögn en ekki skolplögn. „Þetta eru gamlar syndir sem verið er að vinna í að verði lagað," segir Sigurður. „Við höfum verið að gera heilmikið af því að laga vitlausar tengingar. Það er hins vegar bæði tímafrekt og mjög dýrt. Eitthvað hefur klikkað í eftirliti þegar hverfið var að byggjast upp. Um leið og við heyrum um eitthvað svona þá er farið að skoða." Sigurður segir að önnur skýring á skolpinu í læknum sé að það renni á milli hólfa í brunnum. „Það var þannig á vissu tímabili, örugglega í kringum 1980, að einn brunnur var notaður fyrir skolp og regnvatn. Þar er regnvatnið ofar en klóakið. Ef það kemur stífla í klóak þá getur runnið á milli." Garðabær veit af þessum brunnum og hefur eftirlit með þeim. „Við förum hvert einasta haust og kíkjum á þá brunna sem við vitum að eru gjarnir á að stíflast," segir Sigurður. „Þetta á ekki að gerast en það gerist alltaf eitthvað. Þetta er bara vandamál og vandamál eru til að leysa þau." birgirh@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira