Bættar samgöngur hækka fasteignamat 15. júní 2012 04:00 Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Bættar samgöngur hafa þau áhrif að fasteignamat á sumum stöðum á landsbyggðinni hefur hækkað mikið milli ára. Þetta segir sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Nýtt fasteignamat fyrir næsta ár var kynnt af Þjóðskrá Íslands í gær. Fasteignamatið hækkar um 7,4 prósent milli ára. Heildarmat fasteigna hér á landi er nú 4.715 milljarðar króna, en þar af eru 3.105 milljarðar íbúðareignir. Af þeim hækkar matið á rúmlega níutíu prósentum en lækkar á tæplega tíu prósentum eigna. Fasteignamatið hefur hækkað mest í Vestmannaeyjum milli ára, eða um nítján prósent. Í Bolungarvík hækkar það um rúm sextán prósent og í Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð um tæp þrettán og ellefu prósent. Mat á fasteignum hækkaði minnst á Reykjanesi, um 0,6 prósent. Gunnlaugur Júlíusson, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, segir fasteignamat gefa ákveðna sýn á hvað sé að gerast hjá sveitarfélögunum. Hækkun í bæjarfélögunum sem nefnd eru að framan sé til dæmis hægt að tengja við betri samgöngur, þótt fasteignamatið segi ekki alla söguna. „Það er nýbúið að tengja Bolungarvík við Ísafjarðarbæ með jarðgöngum svo áhrifin eru farin að sýna sig úti í Bolungarvík." Sama megi segja um Fjallabyggð og Dalvíkurbyggð. „Að maður tali nú ekki um Vestmannaeyjar, þar sem fasteignamat hækkar um nær 20 prósent sem er alveg örugglega afleiðingin af betri samgöngum." Á höfuðborgarsvæðinu í heild hækkar fasteignamatið um 8,3 prósent. Ef íbúðarhúsnæði er aðeins skoðað verður hækkunin 9,5 prósent að meðaltali, en hækkunin er misjafnlega mikil eftir hverfum. Á Suðurnesjum verður matið 2,7 prósentum hærra en á þessu ári. Á Vesturlandi er hækkunin 4,3 prósent og á Vestfjörðum 6,3 prósent. Á Norðurlandi vestra og eystra er hækkunin um sjö prósent. Á Austurlandi er hækkunin 5,5 prósent og á Suðurlandi 5,9 prósent. Fasteignaviðskipti hafa verið að glæðast síðustu misseri eftir samdráttarskeið. Í fyrra var 6.598 kaupsamningum þinglýst, en þeir voru rúmlega 4.700 árið áður. Fram kom í máli Inga Þórs Finnssonar verkfræðings á mats- og hagsviði Þjóðskrár að það sem af er árinu í ár hefði kaupsamningum svo fjölgað um fimmtung miðað við sama tímabil í fyrra. thorunn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira