Ari Trausti segist vilja vera ópólitískur forseti 12. júní 2012 06:00 Ari Trausti Guðmundsson Forsetaframbjóðendur heimsækja vinnustaði mikið um þessar mundir. Ari Trausti heimsótti Marel á dögunum og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." katrin@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira
Ari Trausti Guðmundsson forsetaframbjóðandi heimsótti nýverið Marel og kynnti helstu stefnumál sín. Ari Trausti er töluvert heimavanur í fyrirtækinu, vann í vetur myndskeið um það í tengslum við þáttaröðina Nýsköpun í iðnaði. Ari Trausti lagði þunga áherslu á hlutleysi í heimsókninni. Hann sagði mikilvægt að forseti tæki ekki afstöðu með eða á móti helstu þjóðmálum hverju sinni. „Mér dytti aldrei í hug að segja svona setningu eins og ég heyrði um daginn: Það þarf að vera samhljómur á milli utanríkisstefnu forsetans og utanríkisstefnu ríkisstjórnarinnar. Svona talar ekki forseti Íslands, þetta er ekki hans hlutverk," sagði Ari Trausti, í yfirfullum matsal Marel, en um þrjú hundruð manns hlustuðu á frambjóðandann. Ari Trausti ræddi einnig hvernig honum fyndist að forsetinn ætti að láta sig mál líðandi stundar varða. „Forsetinn tekur þátt í samfélagsumræðunni af miklum krafti, en hann er ekki maðurinn sem segir já eða nei. Hann er maðurinn sem segir þetta eru rök með, þetta eru rök á móti. Við getum sagt að hann sé eins konar umræðustjóri sem lyftir samræðu í landinu, og þar með óbeint pólitískri þróun, upp á skynsamlegra plan en verið hefur." Hjá Marel sagði Ari Trausti mikilvægt að forseti héldi trausti almennings. „Þessi þjóðkjörni trúnaðarmaður verður að halda trausti þeirra sem kusu hann og vinna traust þeirra sem ekki kusu hann." Ari Trausti sagði leiðina að trausti þjóðarinnar skýra. „Þetta þýðir að forsetinn verður í fyrsta lagi að fylgja stjórnarskránni án þess að vera að leita að smugum á henni, til þess að komast hjá ákvæðum hennar eða túlka þau á sinn máta. Og ástæðan er einföld, ef hann gerði það, væri hann orðinn að eins manns pólitískum flokki. Ég hef ekki mótað mér stefnu í öllum þjóðmálum, af því að ég tel það vera hlutverk pólitísku flokkanna." Ari Trausti sagðist þó ekki efast um málskotsréttinn. „Ég get alveg lofað ykkur því að hann er virkur og forseti Íslands beitir honum sé þess þörf, ef þið hafið áhyggjur af því að sá sem hér stendur myndi ekki þora það." katrin@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Fleiri fréttir Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Sjá meira