Milljarðatugir fólgnir í þara 31. maí 2012 07:00 Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira
Þörungaiðnaður á Íslandi felur í sér gríðarlega möguleika. Um mannaflsfrekan milljarðaiðnað er að ræða ef rétt verður haldið á málum. Hins vegar vantar sárlega fjármagn til að halda áfram rannsóknum á auðlind sem liggur óhreyfð í fjörum landsins. Hörður G. Kristinsson, sviðs- og rannsóknastjóri Matís, segir að stofnunin sé þegar búin að stunda rannsóknir á möguleikum þörungaiðnaðar í ýmsu samhengi. „Þetta er gullpottur sem við sitjum á án þess að gefa honum gaum. Matís hefur rannsakað aðferðir til að vinna virk efni úr þörungum lengi og við erum komin á það stig að við gætum hafið framleiðslu." Hörður segir að til þess að koma iðnaði á koppinn þurfi tvennt: Fjárfesta til að nýta þá þekkingu sem er fyrirliggjandi og hins vegar rannsókna- og þróunarfé. „Ég vil að gerð verði nýtingaráætlun byggð á hugsun um sjálfbærni; að gert verði átak líkt og í fiskiðnaði," segir Hörður. Mikið er til af hráefni hér á landi og það er lítið nýtt. Núna er það aðeins Þörungaverksmiðjan sem nýtir þang og fáeinir einkaaðilar sem þurrka þang til manneldis. Þá hefur Bláa lónið náð eftirtektarverðum árangri við að nýta þörunga í snyrtivörur. Hörður segir að bæta megi þörungum í matvæli til að gera þau næringarríkari og bragðbetri. Þörungar eru notaðir í fæðubótarefni, eins og Frakkar og Írar hafa gert. Norðmenn sjá þörunga í samhengi við framleiðslu á lífrænu eldsneyti. „Tækifæri okkar hérna á Íslandi eru fjölbreyttari en víðast hvar vegna hreinnar náttúru. Þangið okkar býr við erfið skilyrði og hefur þróað með sér efni sem hægt er að nota í læknisfræðilegum tilgangi. Efnin sem eru eftirsóknarverð eru í stuttu máli í meiri styrk en annars staðar. Það vekur áhuga erlendis frá en eftirspurn eftir þessum vörum er miklum mun meiri en framboðið á heimsvísu," segir Hörður. Þegar hafa erlend fyrirtæki lýst yfir áhuga við Matís á að nýta ódýra orku til framleiðslu í stórum stíl á smáþörungum í gróðurhúsum. „Það eru ákveðnir þörungar sem eru fullir af mjög dýrum efnum og ég sé fyrir mér að innan fárra ára verðum við komin með til landsins nokkur erlend fyrirtæki í þessari framleiðslu, enda getum við alltaf bent á að við þessa framleiðslu sé nýtt græn orka. Við það getur ekkert annað land keppt." Þörungaiðnaður er mannaflsfrekur á öllum stigum framleiðslu, og krefst jafnt menntaðs og ómenntaðs starfsfólks. - shá
Fréttir Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Sjá meira