Hugmyndum um nýjan skatt á lífeyrissjóði vex fylgi 15. maí 2012 08:30 ÍBÚABYGGÐ Viðræður eru nú í gangi um leiðir til að koma til móts við þá sem eru með lán tengd lánsveðum. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Landssamtök lífeyrissjóða höfnuðu í gær hugmyndum um að færa niður fasteignalán, sem tryggð eru með lánsveðum hjá ábyrgðarmönnum, að 110 prósentum af fasteignamati. Efnahagsráðherra, fjármálaráðherra, innanríkisráðherra og velferðarráðherra lögðu drög að samkomulagi þar um fyrir fulltrúa sjóðanna á fundi í gær. Fulltrúar Íbúðalánasjóðs sátu fundinn einnig. „Það eru vonbrigði að lífeyrissjóðirnir telji sig ekki geta tekið þátt í þessu með okkur. Þá hefur farið mikill tími í að bíða eftir afgreiðslu þeirra," segir Steingrímur J. Sigfússon efnahagsráðherra. Arnar Sigurmundsson, stjórnarformaður landssamtakanna, segir að ljóst sé að lífeyrissjóðunum sé ekki heimilt að færa niður innheimtanlegar kröfur. Það hafi lengi legið fyrir og í tengslum við aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna árið 2010 hafi verið fengið lögfræðiálit sem staðfesti þetta. „Heimildir okkar lífeyrissjóðanna til að fella niður innheimtanlegar skuldir eru bara ekki til staðar, það er alveg skýrt," segir Arnar og bendir á að stærstur hluti þessara lána, sem eru 2.400 talsins, sé í góðum skilum. Steingrímur segir hins vegar að ekki sé verið að fara fram á að farið verði á svig við lög. Þegar upp sé staðið græði allir á skynsamlegri úrlausn og slíkar aðgerðir gætu bætt eignasafn lífeyrissjóðanna. „Við erum jú öll saman í þessu og lífeyrissjóðirnir líka, að koma heimilunum í gegnum þessa erfiðleika. Menn mega ekki alveg missa sjónar á því og setja niður hælana bara út af einhverri þröngri túlkun á lagabókstafnum." Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að vaxandi kurr sé í garð lífeyrissjóðanna innan stjórnarflokkanna. Þykir mörgum að þeir hafi ekki sýnt nægilegan vilja til að koma til móts við skuldara með lánsveð. Raddir um að leiðir til að skattleggja lífeyrissjóðina til að ná þessum greiðslum inn og koma svo til móts við skuldarana verða æ háværari. Steingrímur vildi þó ekki staðfesta þetta. „Ég ætla ekki að fara út í það, en við þekkjum nú glímuna við þátttöku lífeyrissjóðanna í ýmsum öðrum aðgerðum." Lífeyrissjóðirnir hafa lagt til þá lausn að þeir selji Íbúðalánasjóði umrædd lán og fengju í staðinn ríkisskuldabréf eða ígildi þeirra. „Með slíkum viðskiptum væri aðkomu lífeyrissjóðanna lokið," segir Arnar. - kóp
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira