Lögregla vill bát til eftirlits á Breiðafirði 5. maí 2012 10:00 breiðafjörður Eftir að arnarhreiðri var spillt í eyju á Breiðafirði vaknaði umræða um hvort lögreglan gæti haldið uppi fullnægjandi löggæslu á svæðinu. mynd/róbert a. stefánsson Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira
Lögreglan á Snæfellsnesi vinnur þeirri hugmynd fylgi þessa dagana að tekið verði upp sérstakt eftirlit á Breiðafirði. Um tilraunaverkefni yrði að ræða með aðkomu stjórnvalda og stofnana. Rökin fyrir því að gera út eftirlitsbát eru fjölmörg; eftirlit með strandveiði- og skemmtibátum, náttúruvernd og fleira sem markast af sérstöðu fjarðarins. Hugmynd lögreglunnar er ekki ný af nálinni en kom aftur upp á borðið á dögunum þegar óprúttnir menn gengu á land í eyju á Breiðafirði og spilltu hreiðri og varpi hafarnarpars. Í ljósi þessa atviks kom upp umræða innan lögreglunnar á Snæfellsnesi að embættið eitt og sér gæti ekki haldið uppi fullnægjandi löggæslu á og við Breiðafjörð. Ólafur Guðmundsson yfirlögregluþjónn segir að sérstaða fjarðarins sé með þeim hætti að sýnilegt eftirlit yrði mjög af því góða. Fyrst af öllu eru það náttúruverndarrök; fjörðurinn er stór með miklum fjölda eyja og langri strandlengju sem fóstrar sérstætt lífríki. Þar eru fjölmörg friðuð svæði sem útheimta eftirlit. Önnur helstu rökin eru öryggis- og eftirlitssjónarmið; mikil umferð skemmtibáta á sumrin auk flota strandveiðibáta sem er við veiðar á firðinum yfir sumarið auk grásleppuveiðibáta. Þá er ótalið mikið æðarvarp og hagsmunir bænda varðandi ólöglegar netalagnir. „Á svæðinu eru því miklir hagsmunir tengdir náttúruvernd og er mikilvægt að eitthvert sýnilegt eftirlit sé á svæðinu til að draga úr hættu á lögbrotum eins og leyfismálum vegna bátaumferðar, ólöglegum veiðum og siglingum undir áhrifum áfengis, sem því miður eru alltaf nokkur brögð að," segir Ólafur og nefnir til viðbótar almenna löggæslu. Hugmyndin er að eftirlitið stæði nokkra mánuði frá því arnarvarp hefst í mars-apríl, og þá helst um helgar yfir sumarið. Ólafur K. Ólafsson, sýslumaður Snæfellinga, segir að ef hugmyndin verði að veruleika muni löggæsluþátturinn falla undir þrjú lögregluembætti, auk Landhelgisgæslunnar; embættin á Snæfellsnesi og á Vestfjörðum og embættið í Borgarnesi vegna Dalasýslu. Aðrir aðilar sem gætu tengst verkefninu væru til dæmis Fiskistofa, Umhverfisstofnun, náttúrustofurnar á Vesturlandi og á Vestfjörðum, sveitarfélög, Breiðafjarðarnefnd og Landsbjörg vegna björgunarsveita á svæðinu. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Fleiri fréttir Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Sjá meira