Nýr LSH fyrir alla Siv Friðleifsdóttir skrifar 26. apríl 2012 06:00 Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Ísland er á réttri leið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Sameining vinstrisins Hlynur Már V. skrifar Skoðun Lágpunktur umræðunnar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Almenningur og breiðu bök ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Það sem voru „bjartari tímar“ í fyrra eru nú bölvaðar skattahækkanir Þórður Snær Júlíusson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson Skoðun