Nýr LSH fyrir alla Siv Friðleifsdóttir skrifar 26. apríl 2012 06:00 Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa um langt skeið undirbúið byggingu nýs Landspítala-háskólasjúkrahúss(LSH). Undirbúningi hefur verið stýrt og ýtt áfram af ráðherrum Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks, Vinstri grænna og nú Samfylkingar. Um byggingu nýs spítala hefur því ríkt þverpólitísk samstaða. Borgarstjórn hefur einnig komið að vinnunni með margvíslegum hætti að ógleymdu starfsfólki spítalans. Mikil umræða hefur átt sér stað á undanförnum árum um staðsetningu spítalans og stærð. Nefndir hafa verið skipaðar til að endurskoða báða þessa þætti og varð niðurstaðan sú að hagkvæmast og réttast er að byggja spítalann við Hringbraut, en við endurmat vorið 2009 var verulega dregið úr stærðinni og uppbyggingunni skipt í áfanga. Verkefnið byggir á lögum nr. 64/2010 og viljayfirlýsingu við 25 lífeyrissjóði frá haustinu 2009 og markviss skref hafa verið tekin síðustu ár í undirbúningi. Okkur ætti því ekki að vera neitt að vanbúnaði. Þrátt fyrir allan undirbúninginn heyrast ýmsar úrtöluraddir við og við. Ein slík segir að það sé rangt að nota fjármagn í nýjan LSH þegar skorið er niður til sjúkrahússtarfsemi á landsbyggðinni. Benda má á í þessu sambandi að niðurskurðurinn á LSH hefur líka verið umfangsmikill. Aðalatriðið er þó að með nýjum LSH má hagræða verulega í rekstri spítalans, um allt að 2,7 milljarða á ári, en nýleg norsk hagkvæmniathugun sýndi fram á þær tölur. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður. Segja má að skelin kosti nánast ekkert í heildarsamhengi miðað við launakostnað, lyfjakostnað og annað slíkt. Það blasir því við að mun líklegra er að nýr LSH, þar sem rekstrarkostnaður er lægri, minnki þrýsting á að herða ólina að sjúkrahúsþjónustu um allt land, heldur en hið gagnstæða eins og úrtölumenn hafa haldið fram. Það er því öllum í hag að nýr LSH rísi, nýtt og stækkað þjóðarsjúkrahús við Hringbraut. Munar um minna því rekstur sjúkrahúss er aðalatriðið í kostnaði ríkisins en ekki byggingarkostnaður.
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun