Taka verður alla gagnrýni alvarlega 26. apríl 2012 11:00 Hvalfjarðargöng Í gagnrýni á forsendur Vaðlaheiðarganga hefur verið bent á að aðstæður séu aðrar en í tilfelli Hvalfjarðarganga. Þá sé mikil óvissa um þróun vaxta og þar með endurfjármögnun lána að framkvæmdatíma loknum. Fréttablaðið/Pjetur Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Heimild ríkisins til að fjármagna Vaðlaheiðargöng er nú á borði fjárlaganefndar eftir fyrstu umræðu um málið á Alþingi á þriðjudagskvöld. Í umræðum um málið lýsti Ögmundur Jónasson, ráðherra vegamála, efasemdum um að forsendur forsendur verksins stæðust. „Framkvæmdin verður að rísa algjörlega undir sjálfri sér með vegtollum," sagði hann. „Þegar málið var afgreitt úr ríkisstjórn hafði ég fyrirvara á því og sá fyrirvari stendur enn." Ögmundur kvaðst þess fullviss að kostnaður við verkið myndi að verulegu leyti falla á ríkissjóð. „Og ef svo er á þessi framkvæmd eins og aðrar að fara inn í samgönguáætlun." Þingmenn, jafnt í stjórn og stjórnarandstöðu, hafa skiptar skoðanir um málið og eins er það innan fjárlaganefndar. Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður nefndarinnar og varaformaður þingflokks Samfylkingarinnar, kveðst þó telja að innan nefndarinnar sé fyrir því ágætur meirihluti. „Við í fjárlaganefnd skoðum málið út frá hagsmunum ríkissjóðs," segir hún. Á fundi fjárlaganefndar um málið í gærmorgun fóru fulltrúar fjármálaráðuneytisins, Ríkisábyrgðasjóðs og Ríkisendurskoðunar yfir það og svöruðu spurningum nefndarmanna. Sigríður segir nefndina einnig taka málið fyrir á fundi sínum næsta mánudag. Þá verði farið yfir upplýsingar sem beðið var um í gær, auk upplýsinga Vegagerðar um umferðarspár. Sjálf kveðst Sigríður Ingibjörg telja að hluti gagnrýni sem sett hafi verið fram á málið sé óréttmætur. „Annað finnst mér þess eðlis að ástæða sé til að skoða málið dyggilega af hálfu fjárlaganefndar. Framkvæmdin er stór og fjárlaganefnd verður að taka alvarlega þá gagnrýni sem fram kemur og komast þá annað hvort að þeirri niðurstöðu að hún sé ekki réttmæt eða að hluti hennar sé þess eðlis að gera þurfi einhverjar breytingar á frumvarpinu." Þá kveðst hún ósammála því að forsendur Vaðlaheiðarganga séu brostnar. Fyrir liggi að þau verði fjármögnuð að mestu af notendagjöldum. „Í þinginu benti fjármálaráðherra á að áhætta fylgdi alltaf þessum verkefnum. Við þurfum að leggja mat á þá áhættu. En verkefnið er mikilvægt yfir þetta svæði, sem er eitt helsta vaxtarsvæði landsins utan stórhöfuðborgarsvæðisins." olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira