Getur þýtt gjaldþrot eða frekari aðlögun 25. apríl 2012 04:00 á sjó Enn er varað við hærra veiðigjaldi vegna stöðu lítilla og meðalstórra fyrirtækja. fréttablaðið/jse Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira
Þau fyrirtæki í sjávarútvegi sem hafa þegar farið í gegnum fjárhagslega endurskipulagningu horfa mörg hver fram á frekari fjárhagslega erfiðleika, nái frumvarp til laga um veiðigjöld fram að ganga. Lítil og meðalstór fyrirtæki, mörg í smærri sjávarbyggðum, lenda helst í vanda en stærstu útgerðirnar þola hækkað veiðigjald, en það takmarkar þróun og vöxt félaganna. Þetta er meðal niðurstaðna umsagnar Arion banka um frumvörp til laga um stjórn fiskveiða og veiðigjald sem barst Atvinnuveganefnd Alþingis í gær. Umsögnina skrifar Höskuldur H. Ólafsson bankastjóri. Höskuldur segir í umsögn sinni að frumvarpið um veiðigjöld muni veikja stöðu fyrirtækja í sjávarútvegi til muna og gera mörgum þeirra ókleift að standa við skuldbindingar sínar. Hann segir að staða margra fyrirtækja í dag gefi svigrúm til fjárfestinga en það svigrúm sé úr sögunni með þeim gjöldum sem kynnt eru í frumvarpinu. Það komi til með bitna verst á félögum með gamlan skipaflota og hafa ekki ráðist í endurnýjun hans á undanförnum árum. Það vekur athygli að Höskuldur telur „vart tímabært að taka afstöðu til upphæðar veiðigjaldsins fyrr en sátt hefur náðst um útreikninginn á veiðigjaldsstofninum" og segir vankanta á forsendum um útreikning á veiðigjaldsstofninum. Þá segir að veiðigjald upp á 60% af reiknaðri auðlindarentu í byrjun sé of hátt og lítið svigrúm gefið til aðlögunar þar sem gjaldið hækki úr 60% í 70% á þremur árum. „Bankinn telur að heppilegra hefði verið að byrja á mun lægri skattprósentu og endurskoða álagninguna að ákveðnum tíma liðnum. Þannig væri gefið svigrúm til næstu ára til fjárfestinga í tækjum og skipastól sem setið hefur á hakanum á undanförnum árum." Telur Höskuldur að hömlur á fjárfestingu dragi verulega úr samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs og stuðli að óhagkvæmri útgerð fiskiskipa og óarðbærum rekstri í sjávarútvegi. Minnir hann á að flotinn verður sífellt eldri og sé nú með hæsta meðalaldur síðustu tveggja áratuga. Þá kemur fram í umsögninni að eðlilega gæti verið að gjaldtaka hvers árs miði við meðaltal þriggja (eða fleiri) ára sem myndi tryggja að tekjustreymi til ríkisins yrði fyrirsjáanlegra milli ára sem og gjaldtaka hvers og eins fyrirtækis. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Sjá meira