Allir kaflarnir verði opnaðir fyrir árslok 30. mars 2012 08:00 Viðræður Sérlausnir sem önnur ríki, til dæmis Finnar, hafa fengið í viðræðum við ESB verða ekki færðar sjálfkrafa yfir á önnur lönd, sagði Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, í Brussel í gær.Fréttablaðið/stefán Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Stefan Füle, stækkunarstjóri Evrópusambandsins (ESB), vonast til þess að búið verði að opna alla samningskafla í aðildarviðræðum við Ísland fyrir árslok. Füle lét þessi orð falla á fundi með íslenskum blaðamönnum í Brussel í gær, í aðdraganda fjórðu ríkjaráðstefnu Íslands og ESB sem fer fram í dag. Á ráðstefnunni verða opnaðir fjórir samningskaflar, um orkumál, utanríkis-, öryggis- og varnarmál og neytenda- og heilsuvernd. Fyrirfram er búist við því að tveimur síðustu köflunum verði lokað samdægurs, enda sé samhljómur í samningsafstöðu Íslands og ESB í þeim málaflokkum. Varðandi kaflann um samkeppnismál leggur Ísland meðal annars áherslu á að viðhalda núverandi fyrirkomulagi á verslun með áfengi og tóbak, enda sé það í samræmi við ákvæði EES-samningsins og regluverk ESB, en í afstöðu Íslands kemur einnig fram að í þeim málaflokki sé einnig beðið þess að Eftirlitsstofnun EFTA muni ljúka athugun sinni á starfsemi Íbúðalánasjóðs. Í orkumálum fór Ísland fram á aðlögunartímabil og sérlausnir, meðal annars vegna ákvæða um að aðildarríki ESB þurfi að viðhalda lágmarksbirgðum af olíu fyrir 90 daga notkun. Birgðastaða Íslands er jafnan um 32 dagar, en í stað þess að auka birgðir er þess farið á leit að Ísland fái tíma til að draga úr notkun olíu með auknu hlutfalli endurnýjanlegra orkugjafa, fram til þess að núverandi magn muni nægja í tilskyldan tíma. Þá er meðal annars hnykkt á þeim ákvæðum ESB-sáttmálans sem lúta að yfirráðum aðildarlanda yfir orkuauðlindum og að eignarhald Íslands yfir orkugjöfum sínum og rétturinn til að stjórna þeim haldist óskertur. Ef fram fer sem horfir í dag, verður búið að opna fimmtán samningskafla af 33 og loka tíu þeirra. Enn mun þó standa eftir að opna marga veigamikla kafla sem fyrirfram er talið að verði erfiðastir viðfangs, til dæmis um stjórn fiskveiða, landbúnað, byggðamál og umhverfismál. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins verður fiskveiðikaflinn þó ekki opnaður fyrr en í fyrsta lagi á seinni helmingi ársins, en þá munu Kýpur fara með formennsku í ESB. Füle minntist í tali sínu á sérstöðu Íslands, sérstaklega varðandi legu landsins. Aðspurður út í möguleikann á sérlausnum, byggðum á samsvarandi lausnum sem ríki hafa fengið í fyrri aðildarviðræðum (til dæmis fékk Finnland ákveðna sérlausn vegna landbúnaðar á norðurslóðum) svaraði Füle: „Já og nei. Annars vegar sýna sérlausnir í fyrri viðræðum að sambandið reyni að koma til móts við sérstöðu ríkja í viðræðum. Það sé þó innan marka ESB-sáttmálans. Hins vegar yfirfærum við ekki slíkar lausnir sjálfkrafa frá einum viðræðum til annarra, þó við höfum þær vissulega til hliðsjónar." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Þekkt baráttukona hinseginréttinda myrt í Pétursborg Erlent Skelkuðum ferðamönnum komið til bjargar Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira