Fullyrtu að lánið til Kaupþings væri traust - fréttaskýring 24. mars 2012 09:00 Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Hvernig var láni Seðlabanka Íslands til Kaupþings háttað? Seðlabanki Íslands lánaði Kaupþingi 500 milljón evrur, um 80 milljarða króna, 6. október 2008. Mikill flýtir var við afgreiðslu lánsins en með því átti að reyna að bjarga lausafjárþurrð Kaupþings. Nær allur gjaldeyrisvaraforði Seðlabankans fór í lánið, en Kaupþing féll engu að síður nokkrum dögum síðar. Kaupþing lagði hlutabréf sín í danska bankanum FIH sem veð, en lán Seðlabankans var veitt til fjögurra daga. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fullyrti í samtali við Kastljós 6. október 2008, sama dag og lánið var veitt, að hann gæti kinnroðalaust fullyrt að lánið væri öruggt. Hann gæti því vel réttlætt „það að við höfum fengið þessa fyrirgreiðslu þar sem þetta er mjög öruggt lán. Vegna þess að við stöndum mjög vel og Seðlabankinn er öruggur um að fá þessa peninga til baka." Davíð Oddsson, sem þá var formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagðist í sama þætti engar áhyggjur hafa þótt lánið fengist ekki greitt, því þá myndi „Seðlabankinn eignast mjög góðan banka í Danmörku, FIH." Þremur dögum eftir veitingu lánsins féll Kaupþing og Seðlabankinn viðurkennir nú að hluti lánsins muni tapast. Hann hefur upplýst að ekki hafi unnist tími til að kanna stöðu Seðlabankans gagnvart fullnustu á veðunum. Þá hafi verklagsreglum ekki verið fylgt varðandi afgreiðslu lánsins, en öll meðferð þess og ákvarðanataka hafi verið hjá æðstu stjórn bankans. Seðlabankinn seldi hlut sinn í FIH í september 2010, ekki síst þar sem raunveruleg hætta var á því að dönsk stjórnvöld myndu taka hann yfir. Kaupverðið var 109 milljarðar króna, en aðeins 41 milljarður af þeim var staðgreiddur. Hann lánaði nýjum eigendum afganginn, um 68 milljarða króna, til loka ársins 2014. Það seljandalán ber enga vexti. Helgi Hjörvar, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis, spurði Seðlabankann út í málið á dögunum. Í svari bankans kemur fram að aðstæður þennan dag í október hafi verið með þeim hætti að ekki hafi gefist tími til að fylgja verklagsreglum eftir. Davíð Oddsson hafi hins vegar verið í samskiptum við Geir H. Haarde um málið og upptaka af símtali þeirra sé til í bankanum. Þá kemur fram að talsverð óvissa ríki um heimturnar á seljendaláninu sem veitt var við söluna á FIH-bankanum „ekki síst í ljósi ástands á alþjóðlegum fjármálamörkuðum og efnahagslífi Danmerkur. Það verður ekki fyrr en á árinu 2016 sem endanlega getur legið fyrir hvert verðmæti seljendalánsins verður. Miðað við núverandi stöðu eru líkur á að hluti þess muni tapast." Seðlabankinn hefur því fengið 41 af þeim u.þ.b. 80 milljörðum króna, eða helminginn, til baka. Óvíst er með heimtur á hinum helmingnum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Halli Reynis látinn Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Óttast að senda hermenn til Gasa Erlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira