Þjórsá í biðflokk og Reykjanes í nýtingu 23. mars 2012 07:45 Fyrirhuguð virkjun við Urriðafoss fer í biðflokk ásamt tveimur öðrum virkjunum í Þjórsá. Fréttablaðið/anton Þjórsá verður tímabundið sett í biðflokk í nýrri tillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í tillögu verkefnisstjórnar var gert ráð fyrir þremur virkjunum í ánni. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tillögunni felast í því að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær, en það hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn með þessum breytingum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Unnið er að því að tryggja meirihluta fyrir tillögunni. Að auki verða svæði á hálendinu, Hágöngur I og II og Strokköldur, færð í biðflokk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða varðandi Þjórsá. Ætlunin er að safna frekari gögnum, ekki síst varðandi hugmyndir um að viðhalda stofni villtra laxa í ánni. Orri Vigfússon, stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur talað fyrir þeirri hugmynd. Meðalveiði síðustu ára er um 3.000 laxar, langflestir í net. Orri hefur sagt að hreinsa megi Þjórsá svo hún nýtist í stangveiði og 40 laxar veiddir á stöng skili einu ársverki. Það þýddi 75 ársverk miðað við veidda laxa nú. Nokkuð hefur verið deilt um svæði á Reykjanesinu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að hrófla við þeim úr nýtingarflokki. Von er á þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um að færa Búlandsvirkjun í nýtingarflokk.- kóp Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Þjórsá verður tímabundið sett í biðflokk í nýrri tillögu um Rammaáætlun um vernd og nýtingu náttúrusvæða. Í tillögu verkefnisstjórnar var gert ráð fyrir þremur virkjunum í ánni. Einu breytingarnar sem gerðar verða á tillögunni felast í því að færa svæði úr nýtingarflokki í biðflokk. Þingflokkar stjórnarflokkanna funduðu um málið í gær, en það hefur verið afgreitt úr ríkisstjórn með þessum breytingum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Unnið er að því að tryggja meirihluta fyrir tillögunni. Að auki verða svæði á hálendinu, Hágöngur I og II og Strokköldur, færð í biðflokk. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er gert ráð fyrir að um tímabundna ráðstöfun sé að ræða varðandi Þjórsá. Ætlunin er að safna frekari gögnum, ekki síst varðandi hugmyndir um að viðhalda stofni villtra laxa í ánni. Orri Vigfússon, stjórnarformaður Verndarsjóðs villtra laxastofna, hefur talað fyrir þeirri hugmynd. Meðalveiði síðustu ára er um 3.000 laxar, langflestir í net. Orri hefur sagt að hreinsa megi Þjórsá svo hún nýtist í stangveiði og 40 laxar veiddir á stöng skili einu ársverki. Það þýddi 75 ársverk miðað við veidda laxa nú. Nokkuð hefur verið deilt um svæði á Reykjanesinu, en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins stendur ekki til að hrófla við þeim úr nýtingarflokki. Von er á þingsályktunartillögu þingmanna Suðurkjördæmis um að færa Búlandsvirkjun í nýtingarflokk.- kóp
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira