Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum 21. mars 2012 09:00 á Hvanneyri Ríkisendurskoðun segir fjárveitingar til Landbúnaðarháskólans verða að vera í samræmi við reglur um framlög til framhalds- og háskóla, hvort sem hann verður áfram sjálfstæður háskóli eða sameinast Háskóla Íslands. Fréttablaðið/GVA Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. Jafnframt minnir stofnunin á að forstöðumenn ríkisstofnana bera samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir. Skólinn var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar kemur fram að skólinn hefur nánast frá upphafi glímt við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Bent er á að langstærstur hluti skulda skólans, eða 94 prósent, sé við ríkissjóð. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans." Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við eignasölu Landbúnaðarháskólans á árinu 2009. Þar á meðal er sala skólans á hlut sínum í fyrirtækinu Orf líftækni ehf. fyrir 134 milljónir króna. „Kaupverðið hefur enn ekki fengist greitt og nokkur óvissa er um að svo verði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu kaupendanna." Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar er áréttað að brýnt sé að tryggja hagsmuni ríkisins vegna viðskiptanna. „Skili þau skólanum ekki raunverulegum tekjum beri að rifta kaupsamningum eða afskrifa eignirnar." Í svörum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í skýrslunni við ábendingum Ríkisendurskoðunar kemur fram að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað mjög við skólann síðustu ár. „Stjórnendur og mennta- og menningarmálaráðuneytið telja að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun," segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun áréttar hins vegar að forstöðumaður beri ábyrgð á rekstri stofnunar, þar með talið að umfang starfseminnar sé í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi ráðstafar til hennar á hverjum tíma. „Sníða verður verkefni skólans að fjárheimildum hans," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. olikr@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Uppsafnaður halli Landbúnaðarháskóla Íslands nam 307 milljónum króna í lok síðasta árs. Heildarskuldir skólans nema 739 milljónum og hafa fimmfaldast frá árinu 2005. Í nýrri úttekt Ríkisendurskoðunar eru stjórnendur skólans og yfirvöld menntamála hvött til að taka á vanda skólans. Ríkisendurskoðun hvetur stjórnendur og yfirvöld menntamála til að taka á þessum vanda. Jafnframt minnir stofnunin á að forstöðumenn ríkisstofnana bera samkvæmt lögum ábyrgð á því að starfsemi þeirra sé í samræmi við fjárheimildir. Skólinn var stofnaður árið 2005 með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknarstofnunar landbúnaðarins og Garðyrkjuskóla ríkisins. Í umfjöllun Ríkisendurskoðunar kemur fram að skólinn hefur nánast frá upphafi glímt við fjárhagsvanda sem ágerst hafi með árunum. Bent er á að langstærstur hluti skulda skólans, eða 94 prósent, sé við ríkissjóð. „Ríkisendurskoðun bendir á að hér er um að ræða fjármuni sem Alþingi hefur aldrei samþykkt að verja til skólans." Þá gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við eignasölu Landbúnaðarháskólans á árinu 2009. Þar á meðal er sala skólans á hlut sínum í fyrirtækinu Orf líftækni ehf. fyrir 134 milljónir króna. „Kaupverðið hefur enn ekki fengist greitt og nokkur óvissa er um að svo verði vegna erfiðrar fjárhagsstöðu kaupendanna." Í athugasemdum Ríkisendurskoðunar er áréttað að brýnt sé að tryggja hagsmuni ríkisins vegna viðskiptanna. „Skili þau skólanum ekki raunverulegum tekjum beri að rifta kaupsamningum eða afskrifa eignirnar." Í svörum mennta- og menningarmálaráðuneytisins í skýrslunni við ábendingum Ríkisendurskoðunar kemur fram að nemendum og námsbrautum hafi fjölgað mjög við skólann síðustu ár. „Stjórnendur og mennta- og menningarmálaráðuneytið telja að fjárhagsvanda skólans megi fyrst og fremst rekja til þess að framlög ríkisins hafa ekki haldið í við þessa þróun," segir í umfjöllun Ríkisendurskoðunar. Ríkisendurskoðun áréttar hins vegar að forstöðumaður beri ábyrgð á rekstri stofnunar, þar með talið að umfang starfseminnar sé í samræmi við þær fjárheimildir sem Alþingi ráðstafar til hennar á hverjum tíma. „Sníða verður verkefni skólans að fjárheimildum hans," segir í skýrslu Ríkisendurskoðunar. olikr@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira