Áfengir koffíndrykkir sendir til EFTA-dóms 25. febrúar 2012 07:00 Vínbúð Heimilt var að selja áfenga koffíndrykki til ársins 2009, þegar bann var lagt við sölu þeirra í vínbúðunum með nýrri reglugerð. Því banni vill áfengisheildsali fá hnekkt.Fréttablaðið/GVA Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Bann íslenskra stjórnvalda við sölu á áfengum drykkjum með koffíni í vínbúðum Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) er á leið fyrir EFTA-dómstólinn til að fá úr því skorið hvort það standist ákvæði samningsins um evrópska efnahagssvæðið (EES). Þar með eru tvö mál á leið fyrir dómstólinn, en eins og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur annar áfengisheildsali farið fram á að fá ráðgefandi úrskurð dómstólsins um heimildir ÁTVR til að neita að taka áfengistegundir í sölu. Drykkurinn Cult Shaker var fáanlegur í vínbúðum frá árinu 2006. Þegar nýjar reglur um vöruúrval ÁTVR um leyfilegt innihald á koffíni í áfengi tóku gildi árið 2009 tóku verslanirnar drykkinn úr sölu þar sem koffíninnihald hans var yfir leyfilegum mörkum. Ákvörðun ÁTVR var kærð til fjármálaráðuneytisins, sem staðfesti ákvörðunina. Áfengisheildsalinn Vín Tríó, sem flutti drykkinn til landsins, höfðaði mál fyrir héraðsdómi til að fá niðurstöðunni hnekkt. „Ákvörðunin byggði ekki á neinum rannsóknum, það hafði ekkert komið fram að svona drykkir væru skaðlegri en áfengi almennt," segir Birgir Tjörvi Pétursson, lögmaður Vín Tríó. Hann segir þá ákvörðun stjórnvalda að banna áfengistegundir sem innihaldi koffín skýrt brot á reglum EES-samningsins um frjálst flæði vöru. Engin rök séu fyrir því að banna þessa drykki þegar óáfengir koffíndrykkir séu seldir í verslunum, og séu gjarnan notaðir með áfengi. Íslenska ríkið tók til varnar í málinu, og taldi viðurkennt að ríki hefði heimild til að takmarka aðgang að áfengi á grundvelli heilsufarslegra sjónarmiða. Héraðsdómur tók ekki afstöðu í málinu, heldur ákvað að óska eftir ráðgefandi úrskurði EFTA-dómstólsins. Því mótmælti lögmaður íslenska ríkisins og kærði niðurstöðuna til Hæstaréttar, sem staðfesti niðurstöðu héraðsdóms. Birgir segist vonast til þess að EFTA-dómstóllinn komist að niðurstöðu í málinu fyrir sumarið. brjann@frettabladid.is
Fréttir Tengdar fréttir Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Bjór ekki kenndur við ölvunarástand Ekki er rétt að orðið bríó sé slangur yfir að vera hífaður, eins og fram kemur í kæru til fjármálaráðuneytisins vegna ákvörðunar ÁTVR að heimila ekki sölu á bjórnum Svarta dauða. Þetta fullyrða vertar Ölstofu Kormáks & Skjaldar. 25. febrúar 2012 11:00