Segja blóðprufu ekki henta til greiningar 25. febrúar 2012 09:00 Geir Gunnlaugsson, landlæknir. Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Sjá meira
Landlæknir sendi frá sér yfirlýsingu á fimmtudag vegna dreifibréfs sem Framför – krabbameinsfélag karla sendi körlum sem verða fimmtugir á þessu ári. Í bréfinu er mælt með að viðtakandi láti mæla PSA-gildi í blóði sem geti gefið vísbendingar um blöðruhálskrabbamein á frumstigi. Landlæknir varar hins vegar sterklega við að blóðprufan sé notuð í þessum tilgangi. Í yfirlýsingu landlæknis segir: „Að gefnu tilefni vill landlæknir árétta að ekki er mælt með því að mæling á PSA-mótefni í blóði sé notuð til skimunar eftir krabbameini í blöðruhálskirtli. Mælingin gefur ekki nægilega áreiðanlegar upplýsingar og ekki hefur verið sýnt fram á með óyggjandi hætti að slík leit bjargi mannslífum. Hins vegar er ljóst að í kjölfarið fá stórir hópar karla að óþörfu meðferð sem getur haft í för með sér alvarlegar aukaverkanir, svo sem ristruflanir og þvagleka." Yfirlýsingin er samin í samráði við sérfræðinga í heimilislækningum, krabbameinslækningum og þvagfæraskurðlækningum, og í samræmi við ráðleggingar frá Krabbameinsfélagi Íslands. Helgi Sigurðsson, yfirlæknir á LSH og prófessor í krabbameinslækningum við HÍ, segir að niðurstöður liggi fyrir úr stórum rannsóknum erlendis á blöðruhálskrabbameini og PSA. „Niðurstaðan er sú að þetta leiðir til alveg hrikalegrar ofgreiningar og yfirmeðhöndlunar. Við vitum að verið er að ofgreina þetta krabbamein hér á landi, og það verulega." Blóðprófið sem um ræðir er mjög næmt og segir Helgi að það skilgreini marga sjúka af krabbameini þótt sú sé ekki raunin. „Að gera svona stikkprufu skapar miklu fleiri vandamál en það leysir." Það vekur athygli að árið 2008 var PSA-mæling í blóði talin af læknum besta greiningaraðferð sem völ var á. Þá kom til álita að hefja skipulega innköllun á einkennalausum körlum milli fimmtugs og sjötugs til rannsóknar, líkt og gert var erlendis. Læknar eru á annarri skoðun nú og hvergi í heiminum mæla heilbrigðisyfirvöld með því að einkennalausir karlar fari í mælingu eins og Framför hvetur til. Guðmundur Örn Jóhannsson, formaður Framfarar, segir það ekki standa til að fara í stríð við landlækni en félagsmenn í Framför séu þessu ósammála. Bréf hafi verið sent út núna til karlmanna sem verða fimmtugir á árinu og sami háttur verði hafður á að ári. Einar Benediktsson, fyrrverandi sendiherra og stjórnarmaður í Framför, segir að yfirlýsing landlæknis sé óviðeigandi í því ljósi að PSA-mælingar bjargi mannslífum. Einar segist sjálfur vera í þeim hópi. Framför hefur skrifað landlækni og óskað eftir fundi til að skýra sjónarmið sín. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Sjá meira