Þjóðin fái að kjósa um stjórnarskrána 22. febrúar 2012 05:45 Stjórnarskrá Til stendur að kalla stjórnlagaráð saman á ný í sumar fyrir væntanlega þjóðaratkvæðagreiðslu.Fréttablaðið/GVA Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira
Drög stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða borin undir þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar verði þingsályktunartillaga þess efnis samþykkt í dag. Hart var deilt um málið á þingi í gær. Seinni umræðu lauk á tíunda tímanum í gærkvöldi en atkvæði verða greidd um málið síðdegis í dag. Deilt var um breytingatillögu meirihluta stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar við tillögu Þórs Saari og fleiri um málið í gær. Samhliða þjóðaratkvæðagreiðslunni stendur til að leggja fram spurningar um helstu atriði stjórnarskrárinnar. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í nefndinni gagnrýndu málsmeðferðina og töldu tillöguna ekki þingtæka. Þeir töldu breytingartillöguna svo umfangsmikla að í raun væri um nýja tillögu að ræða. Þá fylgdi henni ekki skrifleg kostnaðaráætlun, líkt og kveður á um í þingsköpum. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, sagði hins vegar að um breytingartillögu væri að ræða, meðal annars vegna þess að tillagan bæri enn sama heiti og sú upphaflega. Þá sagði hún að hefð væri fyrir því að ganga ekki hart eftir því að skrifleg kostnaðaráætlun fylgdi. Þá hygðist fyrsti flutningsmaður breytingartillögunnar, Valgerður H. Bjarnadóttir formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, upplýsa um kostnaðinn í framsögu sinni. Olli þetta nokkru orðaskaki hjá þingmönnum, en að því loknu var tillagan tekin á dagskrá. Valgerður sagði eðlilegt að leggja fram breytingar á tillögunni þar sem hún mundi ganga aftur til stjórnlagaráðs áður en til þjóðaratkvæðagreiðslu kæmi. Tími væri kominn til að stíga næsta skref í málinu. „Við þurfum að efla samráð, fyrst við stjórnlagaráð sem gjörþekkir tillögurnar sem liggja fyrir, og síðan við fólkið í landinu." Vigdís Hauksdóttir, fulltrúi Framsóknarflokksins í nefndinni, gagnrýndi að tillögur að þeim spurningum sem beina ætti til stjórnlagaráðs að leggja ætti fyrir þjóðina samhliða atkvæðagreiðslunni lægju ekki fyrir við upphaf umræðunnar, slíkt væri óðagotið. Undir það tóku fleiri. Birgir Ármannsson, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni, hafði uppi miklar efasemdir um að tillagan væri þingtæk. Efnislega sagði hann hana vera skemmri skírn á tillögu Þórs Saari. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, og fleiri þingmenn kvörtuðu yfir því að Alþingi hefði ekki fengið að ræða málið efnislega og segja skoðun sína á breytingum stjórnarskrárinnar. Það væri ótækt með jafn mikilvægt efni. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Trump staðfestir Epstein-lögin Erlent Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Innlent Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Innlent Fleiri fréttir Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Sjá meira