Tugum tilkynnt um hleranir 12. janúar 2012 09:00 Ólafur Hauksson Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Tugum einstaklinga hefur á síðustu vikum verið tilkynnt um símhleranir sérstaks saksóknara. Langur tími getur liðið frá því hlerað er þar til tilkynning berst. Símhleranirnar á gráu svæði segir hæstaréttarlögmaður. Dæmi eru um að meira en eitt og hálft ár líði frá því að embætti sérstaks saksóknara fær heimild til að hlera síma þar til eiganda símans er tilkynnt um hleranirnar. Tugum manna sem verið hafa til rannsóknar hjá embættinu hefur verið tilkynnt um að símar þeirra hafi verið hleraðir á síðustu vikum. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa til dæmis þeir sem eru til rannsóknar vegna falls Kaupþings og Sjóvár fengið slík bréf undanfarið. „Það hefur verið unnið að þessu jafnt og þétt upp á síðkastið, í þeim málum þar sem menn sjá til lands og telja ekki ástæðu til að beita þessu úrræði frekar,“ segir Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari. Samkvæmt lögum ber að tilkynna þeim sem hlerað er hjá um hleranirnar svo fljótt sem verða má. Fréttablaðið hefur upplýsingar að rúmlega eitt og hálft ár sé liðið frá því hlerað var hjá einhverjum þeirra sem fengu bréf frá saksóknara nýverið. „Við værum að skjóta okkur í fótinn ef við tilkynntum of snemma um hleranir, þetta byggir á því að viðkomandi viti ekki að síminn sé hleraður,“ segir Ólafur. Hann segir að tilkynnt sé um hleranir um leið og ljóst sé að hlerunum verði ekki beitt frekar við rannsókn hvers máls. Í umfangsmiklum rannsóknum geti því liðið nokkur tími þar til upplýst er um hleranirnar. Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttarlögmaður segir sérstakan saksóknara á gráu svæði þegar komi að símhlerunum. Hann segir enga af sínum umbjóðendum hafa fengið tilkynningu um símhleranir, en hann viti engu að síður af slíkum málum. Sigurður segir dæmi um mann sem heimilt hafi verið að hlera símann hjá í maí 2010, og hann yfirheyrður haustið 2011. Engu að síður hafi hann ekki verið upplýstur um hleranirnar fyrr en síðar. Þá bendir Sigurður á að til að dómstólar veiti heimild til símhlerana þurfi annað hvort að liggja átta ára fangelsisdómur við meintum brotum, eða ríkir almanna- eða einkahagsmunir krefjist þess. Erfitt sé að sjá að það geti átt við í þessum tilvikum. Hámarksrefsing við auðgunarbrotum er sex ára fangelsi.- bj
Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira