Fáir þoldu Zlatan þegar hann hóf ferilinn hjá Ajax 25. desember 2012 12:00 Zlatan Ibrahimovich. Nordic Photos / Getty Images Leo Beenhakker, sem var íþróttastjóri hjá Ajax þegar Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við hollenska knattspyrnuliðið á sínum tíma, segir að sænski landsliðsframherjinn hafi átt erfitt uppdráttar hjá félaginu þegar hann hóf atvinnumannaferilinn. „Hann hagaði sér eins og drullusokkur og eftir þrjár vikur voru aðeins tveir sem höfðu trú á honum, ég og hann sjálfur," segir hinn sjötugi Beenhakker í viðtali við The Blizzard. Beenhakker fékk Zlatan til liðsins frá Malmö í Svíþjóð þar sem framherjinn hóf ferilinn. „Fyrsta vikan var skelfilegt og eftir þrjár vikur bauluðu 50.000 stuðningsmenn Ajax á hann. Þjálfarar liðsins, liðsfélagar og stjórnendur félagsins horfðu ekki í augun á mér. Að lokum voru bara tveir sem höfðu trú á leikmanninum. Ég og hann sjálfur. Það vildu allir drepa mig fyrir að hafa fengið hann til liðsins." Zlatan hefur aðeins tvívegis lent í mótvind á ferlinum, á fyrstu vikunum hjá Ajax og hann náði sér aldrei á strik hjá Barcelona á Spáni. Hjá öðrum vinnuveitendum hefur hinn 31 árs gamli framherji skilað sínu. Beenhakker segir að fáir geti umgengist Zlatan. „Frá fyrstu mínútu var hann búinn að gera alla brjálaða í búningsklefanum og á æfingum. Ég hugsaði með mér; hver í fjandanum er þessi djöfull? En ég elskaði þessa eiginleika hans," bætti hinn sjötugi Beenhakker við. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að lið sem er skipað ellefu drullusokkum sé meistaralið. Leikmenn með mikið sjálfstraust eru einnig persónuleikar sem öll lið þurfa að hafa. Það er ekki auðvelt að þjálfar leikmenn á borð við Hugo Sánchez eða Bernd Schüster, sem eru eflaust drullusokkar, en þeir skiluðu alltaf sínu fyrir liðið." Beenhakker segir ennfremur að Ajax hafi „stolið" Zlatan fyrir framan nefið á Fabio Capello sem var á þeim tíma þjálfari stórliðsins AC Milan. „Ég hitti Capello nokkrum dögum eftir að Zlatan kom til okkar. Hann var ekki sáttur við niðurstöðuna og öskraði ókvæðisorðum að mér. Ég svaraði að stundum væri heppnin með manni í liði." Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira
Leo Beenhakker, sem var íþróttastjóri hjá Ajax þegar Zlatan Ibrahimovic gekk til liðs við hollenska knattspyrnuliðið á sínum tíma, segir að sænski landsliðsframherjinn hafi átt erfitt uppdráttar hjá félaginu þegar hann hóf atvinnumannaferilinn. „Hann hagaði sér eins og drullusokkur og eftir þrjár vikur voru aðeins tveir sem höfðu trú á honum, ég og hann sjálfur," segir hinn sjötugi Beenhakker í viðtali við The Blizzard. Beenhakker fékk Zlatan til liðsins frá Malmö í Svíþjóð þar sem framherjinn hóf ferilinn. „Fyrsta vikan var skelfilegt og eftir þrjár vikur bauluðu 50.000 stuðningsmenn Ajax á hann. Þjálfarar liðsins, liðsfélagar og stjórnendur félagsins horfðu ekki í augun á mér. Að lokum voru bara tveir sem höfðu trú á leikmanninum. Ég og hann sjálfur. Það vildu allir drepa mig fyrir að hafa fengið hann til liðsins." Zlatan hefur aðeins tvívegis lent í mótvind á ferlinum, á fyrstu vikunum hjá Ajax og hann náði sér aldrei á strik hjá Barcelona á Spáni. Hjá öðrum vinnuveitendum hefur hinn 31 árs gamli framherji skilað sínu. Beenhakker segir að fáir geti umgengist Zlatan. „Frá fyrstu mínútu var hann búinn að gera alla brjálaða í búningsklefanum og á æfingum. Ég hugsaði með mér; hver í fjandanum er þessi djöfull? En ég elskaði þessa eiginleika hans," bætti hinn sjötugi Beenhakker við. „Ég hef alltaf verið á þeirri skoðun að lið sem er skipað ellefu drullusokkum sé meistaralið. Leikmenn með mikið sjálfstraust eru einnig persónuleikar sem öll lið þurfa að hafa. Það er ekki auðvelt að þjálfar leikmenn á borð við Hugo Sánchez eða Bernd Schüster, sem eru eflaust drullusokkar, en þeir skiluðu alltaf sínu fyrir liðið." Beenhakker segir ennfremur að Ajax hafi „stolið" Zlatan fyrir framan nefið á Fabio Capello sem var á þeim tíma þjálfari stórliðsins AC Milan. „Ég hitti Capello nokkrum dögum eftir að Zlatan kom til okkar. Hann var ekki sáttur við niðurstöðuna og öskraði ókvæðisorðum að mér. Ég svaraði að stundum væri heppnin með manni í liði."
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Endurkoma ársins: Á Norðurlandamót aðeins ellefu mánuðum eftir hálsbrot Sport Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Fleiri fréttir Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Sjá meira