"Breið sátt um stjórnarskrárbreytingar stendur ekki til boða" 2. ágúst 2012 21:37 Alþingi. mynd/GVA Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari. Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs segir nær ómögulegt að mynda breiða sátt um breytingar á stjórnarskrá. Hann segir málið vera nú vera pólitískt og að gagnrýnendur tillaganna fjalli ekki um málið á efnislegum forsendum. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, vék að stjórnarskránni í innsetningarræðu sinni í gær. Þar hvatti hann kjörna fulltrúa til að ná samstöðu um málið. „Þingið var í miklum vandræðum þegar komið var fram á vor á síðasta ári," segir Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs. „Sjálfstæðismenn voru ósáttir með þá ákvörðun að senda Geir Haarde fyrir landsdóm. Síðan þá hafa þeir verið í mótþróa og öll mál verið rammpólitísk.“Ari Teitsson, fyrrverandi varaformaður stjórnlagaráðs.Þá telur Ari að Framsókn hafi að sama skapi gengið of langt í mótþróa sínum við breytingar á stjórnarskrá. „Stjórnarskrármálið var og er ekki pólitískt mál, segir Ari. „Allir flokkar komu að málinu. Sjálfstæðismenn komu jafnvel að því að skipuleggja þjóðfundinn og unnu að heilindum í málinu." Ari telur að efnisleg umræða um tillögur stjórnarráðs hafi í raun ekki farið fram. Hann telur málið vera í hnút, ekki af efnislegum ástæðum heldur pólitískum. „Margir tala um að breið sátt verði að vera um breytingar á stjórnarskrá. Staðreyndin er sú að sú sátt er einfaldlega ekki í boði. Þetta er náttúrulega dapurlegt enda tel ég að flestir viðurkenni að full þörf hafi verið á að laga stjórnarskránna." Þá bendir Ari á að á því tímabili sem liðið er frá því að tillögunum var skilað, þá hafi enginn bent efnislega á þætti sem vert væri að breyta. „Þeir eiga það sameiginlegt sem gagnrýnt hafa tillögurnar að hafa ekki komið hugmyndir um hvernig hlutirnir ættu að vera í staðinn," segir Ari.
Landsdómur Stjórnarskrá Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?