Krugman: Evran var mistök Þorbjörn Þórðarson skrifar 27. maí 2012 12:00 Paul Krugman er einn af virtustu hagfræðingum í heimi, en hann hlaut nóbelsverðlaun í hagfræði árið 2008. Hann var meðal gesta á ráðstefnu íslenskra stjórnvalda og AGS í Hörpu í nóvember sl. Krugman hefur skrifað fasta pistla í New York Times frá árinu 1999. Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is Nóbelsverðlaun Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira
Paul Krugman, nóbelsverðlaunahafi í hagfræði og pistlahöfundur New York Times, segir að evrusamstarfið hafi verið mistök. Evran sem slík og gallar á myntsamstarfinu hafi skapað þann vanda sem ríkin á svæðinu séu nú að glíma við. Krugman lýsir þessum viðhorfum í samtali við Martin Wolf í Financial Times. Krugman, sem er Bandaríkjamaður, segir aðspurður að Evrópska myntbandalagið og upphaf evrusamstarfsins, sem vísir var lagður að með undirritun Maastricht sáttmálans árið 1992, hafi verið mistök. Krugman segir að reglulega spyrji menn sig hvað hafi orsakað fjármálakreppuna á evrusvæðinu. Hann segir að vandinn hafi í raun verið skrifaður í skýin frá þeim degi sem Maastricht-sáttmálinn var undirritaður. Hann segir að evrusamstarfið virki ekki í grundvallaratriðum, en segir að leysa megi vanda margra með hærri verðbólgumarkmiðum. Krugman segir í viðtalinu að evran sem slík hafi skapað hin óreglulegu áföll sem séu í raun að ganga að evrusamstarfinu dauðu, þ.e upptaka evrunnar hafi skapað mikið innflæði fjármagns í ríkjunum sem noti gjaldmiðilinn og þær aðstæður séu meðal annars rót vandans. Ljóst er að brotthvarf Grikkja úr evrusamstarfinu er ekki lengur fjarlægur möguleiki, því Evrópski fjárfestingarbankinn hefur þegar látið breyta ákvæðum í lánasamningum við grísk fyrirtæki um hvernig beri að fara með samningana ef Grikkir hætta í Evrópska myntbandalaginu og taka upp drökmuna að nýju. Martin Wolf, einn af leiðarahöfundum Financial Times og sá sem tók viðtalið við Krugman, hefur margsinnis lýst efasemdum sínum opinberlega um ágæti evrunnar. Hann og fleiri hagfræðingar hafa spáð brotthvarfi ríkja af evrusvæðinu, en spár þeirra hafa aldrei ræst. Sjá viðtalið við Krugman hér. Á sama tíma og Krugman lét ummælin um evruna falla lýsti Vince Cable, efnahagsráðherra Bretlands, því yfir að Bretar ættu að draga lærdóm af miklum árangri Þjóðverja og reyna að læra eitthvað af þeim vegna sterks efnahags þeirra fremur en að messa yfir öðrum ríkjum á evrusvæðinu um vanda skuldsettra ríkja. Cable, sem nýkominn er frá Þýskalandi þar sem hann var í opinberri heimsókn ásamt Nick Clegg, varaforsætisráðherra, sagði að það væri ekki viðeigandi að Bretar væru að segja ríkjunum á evrusvæðinu til. Hann sagðist hafa nálgast ferðina til Þýskalands af auðmýkt. Ummæli Cable eru athyglisverð fyrir þær sakir að David Cameron, forsætisráðherra Breta, hefur talað digurbarkalega um að leiðtogar ríkjanna á evrusvæðinu verði að koma með afgerandi áætlun til að leysa vanda Grikkja. Nánar hér.thorbjorn@stod2.is
Nóbelsverðlaun Mest lesið Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Viðskipti innlent 80 ára fyrirtæki í örum breytingum og vexti Framúrskarandi kynning Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Sjá meira