Ronaldo um sig og Messi: Ekki hægt að bera saman Ferrari og Porsche Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. maí 2012 23:30 Cristiano Ronaldo og Lionel Messi. Mynd/Nordic Photos/Getty Cristiano Ronaldo segir að það sé erfitt að bera tvo ólíka leikmenn saman eins og sig sjálfan og Lionel Messi hjá Barcelona. Þeir skoruðu saman 96 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og eru í flestra huga tveir bestu knattspyrnumenn heims. „Það verður stundum þreytandi að menn séu alltaf að bera okkur saman og það er örugglega sömu sögu að segja af honum. Það er alltaf verið að bera okkur saman en það er ekki hægt að bera saman Ferrari og Porsche því þetta eru bílar með ólíkar vélar," sagði Cristiano Ronaldo við CNN en ekki er vitað hvor er Ferrari-bíllinn í hans huga. „Hann gerir sitt besta fyrir Barcelona og ég geri mitt besta fyrir Real Madrid. Það var ótrúlegt að við skyldum hafa náð að bæta markametin okkar. Við rekum hvorn annan áfram og þess vegna er keppnin svona hörð. Real Madrid og Barcelona eru bestu liðin í heimi af því að þau setja alltaf pressuna á hvort annað," sagði Ronaldo. „Ég vil alls ekki vera borinn saman við einhvern annan leikmann en svona er þetta bara. Sumir segja að ég sé betri en Messi en aðrir segja að hann sé betri. Ég held samt að ég sá besti á þessari stundu," sagði Cristiano Ronaldo af sinni heimsþekktu hógværð. Cristiano Ronaldo skoraði 46 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 38 leikjum í spænsku deildinni í vetur en Lionel Messi var með 50 mörk og 20 stoðsendingar í 37 leikjum. Ronaldo vann hinsvegar titilinn með Real Madrid sem fékk níu stigum meira en Barcelona. Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Cristiano Ronaldo segir að það sé erfitt að bera tvo ólíka leikmenn saman eins og sig sjálfan og Lionel Messi hjá Barcelona. Þeir skoruðu saman 96 mörk í spænsku úrvalsdeildinni á leiktíðinni og eru í flestra huga tveir bestu knattspyrnumenn heims. „Það verður stundum þreytandi að menn séu alltaf að bera okkur saman og það er örugglega sömu sögu að segja af honum. Það er alltaf verið að bera okkur saman en það er ekki hægt að bera saman Ferrari og Porsche því þetta eru bílar með ólíkar vélar," sagði Cristiano Ronaldo við CNN en ekki er vitað hvor er Ferrari-bíllinn í hans huga. „Hann gerir sitt besta fyrir Barcelona og ég geri mitt besta fyrir Real Madrid. Það var ótrúlegt að við skyldum hafa náð að bæta markametin okkar. Við rekum hvorn annan áfram og þess vegna er keppnin svona hörð. Real Madrid og Barcelona eru bestu liðin í heimi af því að þau setja alltaf pressuna á hvort annað," sagði Ronaldo. „Ég vil alls ekki vera borinn saman við einhvern annan leikmann en svona er þetta bara. Sumir segja að ég sé betri en Messi en aðrir segja að hann sé betri. Ég held samt að ég sá besti á þessari stundu," sagði Cristiano Ronaldo af sinni heimsþekktu hógværð. Cristiano Ronaldo skoraði 46 mörk og gaf 13 stoðsendingar í 38 leikjum í spænsku deildinni í vetur en Lionel Messi var með 50 mörk og 20 stoðsendingar í 37 leikjum. Ronaldo vann hinsvegar titilinn með Real Madrid sem fékk níu stigum meira en Barcelona.
Meistaradeild Evrópu Spænski boltinn Mest lesið Segja Sölva hæðast að Bröndby Fótbolti Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fótbolti Fékk flugeld í punginn í leik Fótbolti Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Enski boltinn Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Íslenski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Fá íþróttahæfileikana sína frekar frá móður sinni Sport Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Fótbolti Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Körfubolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Fleiri fréttir Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Jón Daði í hóp hjá Selfossi í fyrsta sinn í sumar Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United „Pele Palestínu“ drepinn á Gaza-ströndinni „Eigum von á því að fá þetta tjón að fullu bætt“ Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Norska sambandið vill banna fótboltaleiki innanhúss Galdur orðinn leikmaður KR „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Röddin við það að brotna í hjartnæmri ræðu Cloé Eyju Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Myndaveisla af ótrúlegum sigri Víkinga Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fyrirliðabandið tímabundið tekið af Ter Stegen Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti