Mikil spenna fyrir Óskarnum 26. febrúar 2012 12:45 Bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur. Golden Globes Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira
Afhending Óskarsverðlaunanna fer fram í kvöld, en það eru ævintýramyndin Hugo og þögla myndin The Artist sem tilnefndar eru í flestum flokkum. Stjörnurnar tekur að drífa að Kodak leikhúsinu í Hollywood þegar líða tekur á kvöldið, en bein útsending frá rauða dreglinum hefst klukkan 23:40 á Stöð 2. Verðlaunaafhendingin sjálf hefst svo klukkan hálftvö í nótt, en það er leikarinn Billy Crystal sem er kynnirinn að þessu sinni, í níunda skipti. Ævintýramyndin Hugo í leikstjórn Martin Scorsese er tilnefnd í flestum flokkum, eða alls ellefu talsins, en í henni segir frá munaðarlausum dreng sem hírist á lestarstöð í París á fjórða áratugnum, og samskiptum hans við dularfullan eiganda leikfangaverslunar. Þar á eftir kemur svarthvíta, þögla, franska, rómantíska gamandramað The Artist, listamaðurinn, með tíu tilnefningar, en þar segir frá leikara í þöglu myndunum, sem glímir við erfiðleika þegar hljóðmyndir taka við. Sú mynd hlaut þrenn Golden Globe verðlaun, en þau gefa ásamt fjölda Óskarstilnefninga afar gott forspárgildi um sigurlíkur myndarinnar. Veðbankar spá enda myndinni flestir öruggum sigri, og leikstjóra hennar, Michel Hazanavicius, einnig í sínum flokki. Leikararnir Jean Dujardin úr myndinni Listamanninum og George Clooney úr The Descendants, þykja sigurstranglegastir sem aðalleikarar, Viola Davis úr Húshjálpinni og Meryl Streep úr Járnfrúnni sem aðalleikonur. Aðrar myndir sem tilnefndar eru í fimm eða fleiri flokkum á verðlaunahátíðinni eru MoneyBall, War Horse, The Descendants og bandarísk endurgerð sænsku kvikmyndarinnar Karlar sem hata konur.
Golden Globes Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Fleiri fréttir Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Sjá meira