Fagleg vinnubrögð, oft var þörf en nú er nauðsyn! Þórarinn Eyfjörð skrifar 22. janúar 2011 06:00 Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Eyfjörð Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir Skoðun Skoðun Skoðun PCOS: Er ódýrara að halda heilsu eða meðhöndla veikindi? Elísa Ósk Línadóttir skrifar Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar Skoðun Be Kind - ekki kind Aðalheiður Mjöll Þórarinsdóttir ,Perla Magnúsdóttir skrifar Skoðun Illa verndaðir Íslendingar Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Viðreisn afhjúpar sig endanlega Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Sjá meira
Ríkisendurskoðun hefur af einhverjum ástæðum gengið fram fyrir skjöldu og gert þá kröfu, að lögum um réttindi og skyldur ríkisstarfsmanna verði breytt. Breytingarnar eiga að gera forstöðumönnum auðveldara fyrir að reka fólk úr starfi. Hér er á ferðinni í hæsta máta ósmekkleg og ómálefnaleg áhersla hjá ríkisstofnun, þegar ríkisstjórnin landsins leitar allra leiða til að vinna gegn atvinnuleysi. Fulltrúar ríkisendurskoðunar lýstu þessari áherslu á fundi forstöðumanna stofnunar stjórnsýslufræða þann 10. nóvember 2010, þar sem kynnt var niðurstaða úr könnun sem gerð var meðal forstöðumanna ríkisins. Nú hefur þetta álit ríkisendurskoðunar verið birt í skýrslu. Í könnun Ríkisendurskoðunar koma fram mjög alvarlegar vísbendingar um takmarkaða þekkingu og getu forstöðumanna ríkisstofnana í mannauðsmálum. Styrkur þeirra virðist sannarlega ekki liggja í mannauðsstjórnun heldur á fagsviði viðkomandi forstöðumanns. Hvernig er þá ástandið í starfsmannamálum? Helmingur forstöðumanna metur ekki frammistöðu starfsmanna með formlegum hætti. Flestir þeirra telja sig þó umkomna til að sinna vel starfsmannamálum. Rúmlega þriðjungur þeirra telur sig geta bætt þjónustu sinnar stofnunar með því að reka eldri starfsmenn og ráða nýja! Hér er verulegra umbóta þörf á þekkingu og getu stjórnenda ríkisstofnana. Fyrirsögnin hér að ofan er fengin úr pistli frá Félagi forstöðumanna ríkisstofnana, sem birtist í Fréttabréfi stjórnenda ríkisstofnana 15. júní 2010. Þessi fyrirsögn lætur lítið yfir sér en er merkileg þegar nánar er að gáð. Umrædd grein leggur út af nauðsyn þess að ríkisvaldið tryggi gott og faglegt starfsumhverfi forstöðumanna. Áhersla er lögð á að góð stjórnsýsla komi ekki af sjálfu sér og vitnað er í skýrslu starfshóps sem kannaði viðbrögð stjórnsýslunnar við rannsóknarskýrslu Alþingis, þar sem segir m.a. að; „ ... það þurfi að efla hinn faglega grundvöll stjórnsýslunnar meðal annars með því að tryggja faglegar ráðningar æðstu stjórnenda og þróa áherslur í starfsmannamálum þannig að hún veiti stjórnendum hæfilega umbun og aðhald". Þetta er athyglisverð fullyrðing. Áfram segir: „... faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur. Ástæður þessa eru sagðar ýmsar s.s. pólitískt inngrip í störf hennar, smæð eininga, persónutengsl og ónóg áhersla á faglega starfshætti." Þar höfum við það. Faglegur grundvöllur stjórnsýslunnar er veikur vegna þess m.a. að það er ónóg áhersla á faglega starfshætti. Hér er rétt að velta fyrir sér hverjir það eru sem stjórna hinum faglegu starfsháttum. Þar með talið mannauðsmálum. Á síðustu árum hefur mannauðsstjórnun rutt sér til rúms sem aðferðarfræði við stjórnun starfmannamála. Mikil áhersla er lögð m.a. á starfsmannasamtöl, starfsþróun, fræðslu og þjálfun, frammistöðumat, upplýsingamiðlun, launamál, umbun, hvatningu, endurgjöf, liðsheildarmál og fleira. Sem sagt; faglega starfshætti. Þar með talið faglega stjórnun. Það er vitað að starfsmannaskrifstofa fjármálaráðuneytisins hefur lagt ríka áherslu á að stjórnendur ríkisstofnana tileinki sér fagleg vinnubrögð við mannauðsmál. Með því vinnur ráðuneytið í takt við þær áherslur sem menn hafa trú á að skili bestum árangri hjá starfshópnum. En hvaða leiðir á þá að fara ef stjórnendur treysta sér ekki til að vinna eftir áherslum mannauðsstjórnunar? Augljósasta svarið er að veita forstöðumönnum og stjórnendum aðgang að námi og þjálfun á þessu sviði og tryggja að þeir sæki sér slíka þekkingu. Það er einnig vitað að stór hluti forstöðumanna hefur enga sérstaka þjálfun á þessu sviði. Þar getur skýringin verið komin á því hvers vegna þeir telja frumstæðar og úreltar aðferðir líklegar til árangurs í starfsmannamálum. Það er vond staða og því þarf að breyta. Það liggur í augum uppi að ríkið á að bjóða upp á öfluga þjálfun fyrir stjórnendur sína á sviði starfsmannastjórnunar og mannauðsmála. Þó ekki væri nema fyrir það að með þjálfun stjórnenda á þessu sviði væri ríkið að tryggja eftir bestu getu að það sjálft verði eftirsóttur atvinnuveitandi, sem þekktur væri af framsækni, árangri í rekstri og góðum vinnuanda. Væri ekki nokkuð til vinnandi?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Skoðun Opinn og alþjóðlegur: Krísa erlendra nemenda við íslenska háskóla Melissa Anne Pfeffer skrifar
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun