Væntur lífeyrir og lánakjör 19. desember 2011 08:00 Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Sjá meira
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir þingkona skrifar grein í Fréttablaðinu þar sem hún spyr hversu raunsætt það sé að byggja lífeyriskerfi á ávöxtun upp á 3,5%, sem er viðmið lágmarks árlegrar raunávöxtunar lífeyrissjóða. Þetta viðmið var hugsanlega ekki fráleitt þegar lögin voru sett árið 1997 því að árlegur hagvöxtur hafði þá að meðaltali aukist síðustu 30 ár (1966 til 1995) um 3,5% og raunar 4% síðustu 50 ár. Hagvöxtur hefur hins vegar ekki verið nálægt þessum forsendum lengi. Þetta meðaltal síðustu þrjá áratugi hefur verið um 2,5% og miðað við nýjustu tölur Hagstofunnar er það meðaltal stöðugt að lækka. Þessi þróun endurspeglast að stórum hluta í ávöxtunarkröfum ríkisskuldabréfa. Þegar lögin voru samþykkt 1997 var ávöxtunarkrafa verðtryggðra húsbréfa (sem nú eru íbúðabréf) í kringum 5-6% en hafði verið töluvert hærri árin áður. Meðalvextir íbúðabréfa eru í dag samkvæmt Lánamálum ríkisins aðeins um 2,5%. Svipuð þróun hefur átt sér stað á verðtryggðum ríkisskuldabréfum í Bandaríkjunum, þar sem ávöxtunarkrafan hefur síðustu ár farið úr 4% niður í jafnvel neikvæða raunávöxtun samhliða minni hagvexti. Möguleikar íslenskra lífeyrissjóða til að ná umræddri ávöxtun eru því takmarkaðir. Hér skipta meðaltalstölur ávöxtunar litlu máli – það sem mestu máli skiptir er vænt ávöxtun í upphafi fjárfestingar. Þetta viðmið heldur líka vöxtum húsnæðislána óeðlilega háum. Lækkun stýrivaxta hefur hingað til vart haft áhrif á raunvexti húsnæðislána í landinu. Þar sem lífeyrissjóðum er lögum samkvæmt skylt að ávaxta sitt fé með 3,5% ávöxtunarviðmiði hafa þeir ekki rými til að aðlaga kjör lána til sjóðsfélaga sinna í takti við ávöxtunarkröfu íbúðabréfa, sem hefur sögulega borið í kringum 0,5% álag. Ef slík lán væru í takti við lækkun ávöxtunarkröfu íbúðabréfa væru raunvextir húsnæðislána um 1% lægri. Afnám slíks vaxtagólfs myndi því lækka árlega vaxtabyrði fjölskyldu með 30 milljóna króna húsnæðislán um 300.000 krónur, skattfrjálst.
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar